Ríkislögreglustjóri og magnvald umræðunnar

Fæstar fréttir verða að umræðu. Flestar fréttir eru sagðar og gleymdar. En sumar fréttir verða að umræðu. Til að halda umræðunni gangandi þarf að fóðra hana með  efni, sjónarhornum eða sviðsettum atburðum. Magnvald umræðunnar eykst í rétt hlutfalli við fjölda þátttakenda, á líkan hátt og múgsefjun.

Staða ríkislögreglustjóra er orðin að umræðu. Í gær var sviðsettur atburður á alþingi þegar Siðprúða-Sunna kallaði dómsmálaráðherra á teppið að tala um loðna yfirlýsingu lögreglustjóra. Umboðsmaður alþingis kastaði spreki á eldinn með ósk um upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu um hvers vegna ríkislögreglustjóri fékk ekki áminningu sem fyrrum handlangari Jóns Ásgeirs í Baugi krefst.

Fjölmiðlar eru hættir að greina fréttir og upplýsa almenning. Þeir vilja eiga aðild að umræðunni, fá smellu á síðurnar sem ráða afkomu þeirra. Eftirspurn fjölmiðla eftir athygli magnar upp umræðu, í þessu tilfelli kröfu um afsögn ríkislögreglustjóra, sem óprúttnir en vel tengdir aðilar vilja knýja fram.

Magnvald umræðunnar er ekki yfirvegun sem leiðir til skynsamlegrar og rökréttrar niðurstöðu heldur stjórnast hún af geðþótta og baktjaldamakki. 


mbl.is Ummælin voru oftúlkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Magnvald umræðunnar er ekki yfirvegun sem leiðir til skynsamlegrar og rökréttrar niðurstöðu heldur stjórnast hún af geðþótta og baktjaldamakki".

Ætli þetta eigi ekki við um ansi mörg viðfangsefni.

Rúv stillir öllum viðfangsefnum upp í hana-at þar sem að alið er á ringulreið.

Jón Þórhallsson, 26.9.2019 kl. 08:12

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Bæði rúv- og mogga-netmiðlarnir ganga út á neikvæðar fullyrðingar

sem að slegið er upp í æsifréttir.

Það vantar að viðfangsefnin séu sett upp í spurningar

þannig að verið sé að hugsa í lausnum.

Jón Þórhallsson, 26.9.2019 kl. 08:16

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hvar annars staðar en hér myndi það viðgangast, að dómsmálaráðherra neiti að tjá opinbera afstöðu sína til ríkislögreglustjóra landsins, þ.e. að greina frá því, hvort ráðherrann ber traust til hans eða ekki ?  Þetta er dæmi um pólitískt hugleysi, sem er ólíðandi að hálfu stjórnvalda. 

Bjarni Jónsson, 26.9.2019 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband