Siðprúða-Sunna boðar fund um siðamál

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir er eini þingmaður í sögu lýðveldisins sem er með á bakinu formlegan úrskurð um brot á siðareglum alþingis.

Þórhildur Sunna boðar sérstakan fund um siðamál lögreglunnar.

Hvað næst? Verður kallað á þjófa að ræða friðhelgi eignaréttarins?


mbl.is Dómsmálaráðherra fyrir þingnefnd á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það fer hvorki fyrir viti eða hógværð hjá þessari frenju.

Ragnhildur Kolka, 24.9.2019 kl. 18:38

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo skilja alþingismenn ekki af hverju fólkið í landinu ber ekki virðingu fyrir því. Það þarf ekki bara Op3!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.9.2019 kl. 19:37

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Siðblinda.

Benedikt Halldórsson, 24.9.2019 kl. 21:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óhæf.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2019 kl. 00:27

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Kannski er það faraldur en það sem áður þótti siðblinda er orðið að viðteknum sannindum húmorslauss fólks sem hefur komið sér fyrir hátt upp á stalli - þaðan sem það dæmir lifendur og dauða.

Fyrir nýjustu siðaskiptin - fyrir tíma fullkomna fólksins sögðum við gamansögur af heimskupörum hvors annars. Sagðir voru misgóðir málshættir úr páskaeggjum. Það var mikið vitnað í Biblíuna og Íslendingasögurnar. Þótt fæstir tækju Biblíuna alvarlega var eitt og annað sem síaðist inn. 

En eins og allir vita - nema Píratar, Vg og hægri flokkar að undanförnu -  lentu allar kynslóðir í sömu vandræðunum aftur og aftur. Engin hlustaði á aðvaranir og siðapredikanir hinna eldri en flestir áttuðu sig eftir að hafa ratað í nákvæmlega sömu bylturnar og söguhetjurnar. Það var mjög fyndið. Þannig lærði fólk að sjá sig með augum annarra, oft í spaugilegu ljósi og þar með að setja sig smávegis í spor annarra - en aðeins ef sögurnar voru skemmtilegar og án hins hvimleiða predikunartóns.

Sögupersónurnar höfðu oft um tvo afar vonda kosti að velja. Það er vandfundin sá geðlæknir eða sálfræðingur sem getur gert betur fyrir andlega heilsu fólks en mjög margt fólk sér heiminn í svarthvítu, fólk og atburði og sjálft sig, annað hvort hefur það rétt fyrir sér eða það leggst í þunglyndi. Ekki viljum við það? 

Sá sem er einhliða tekur semsagt svart-hvíta afstöðu og skiptir heiminum eftir því. Það er engin millivegur. Ef meðalhiti í heiminum hækkar um eina gráður munum við stikna. Og hananú, punktur. Það er líka einkennandi fyrir svarthvítuna að geta ekki með nokkru móti tjáð sig um gráan hversdagsleikan.

Þórhildur Sunna er hvorki verri né betri en hitt fólkið á stallinum sem tekur sig of alvarlega. Það er ófært um að fjalla um um Ísrael og Palestínu. Það vottar ekki fyrir jafnvægi heldur er allri sök skellt á hið vonda sem er Ísrael, Ásmundur, Trump og CO2 en ekki endilega í þessari röð. 

Benedikt Halldórsson, 25.9.2019 kl. 03:36

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gleymdi Haraldi.

Benedikt Halldórsson, 25.9.2019 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband