Miðvikudagur, 25. september 2019
Demókratar gengu í gildru Trump
Trump óskaði eftir upplýsingum um hvers vegna hætt var við rannsókn á Joe Biden og Hunter syni hans vegna spillingarmála tengdu úkraínsku orkufyrirtæki.
Samtal Trump og forseta Úkraínu er til í endurriti og er grundvöllur Demókrataflokksins að ákæra forsetann til embættismissis.
Verði forsetinn ákærður verður krafist upplýsinga um samskipti Joe Biden við úkraínska ráðamenn sem leiddu til þess að sonur hans fékk stöðu í úkraínsku orkufyrirtæki.
Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama 2009-2017 og hafði sem slíkur margháttuð samskipti við ráðamenn í Úkraínu. Og Úkraína er, milt sagt, gjörspillt ríki.
Samskipti Biden við Úkraínu þola illa dagsljósið. Þar fóru milljarðar bandaríkjadala í stjórnkerfi svikahrappa. Sonur Biden naut góðs af.
Trump stendur með pálmann í höndunum.
Trump bað Zelenskí að rannsaka Biden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ákvörðun demókrata um ákæru var tekin áður en þeir sáu endurritið svo umhugað var þeim um að ákæra. Nú sitja þeir með eggið á andlitinu og verða að böðlast áfram.
Ragnhildur Kolka, 25.9.2019 kl. 21:27
Þetta er ekki lengur einelti á Trump heldur orðið að ofstæki.
Sigurður I B Guðmundsson, 25.9.2019 kl. 22:49
Biden, sem varaforseti Bandaríkjanna, hringdi í forseta Úkraínu og hótaði honum að Úkraína fengi ekki áður samþykkt fjárframlög verði saksóknari, sem var að rannsaka son hans og fyrirtækið sem hann vann fyrir, ekki rekinn innan sex klukkutíma. Hvað haldið þið að hafi gerst???!!!
Demókrötum er lagið að kenna Trump um allt það ljóta sem þeir sjálfir gera.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.9.2019 kl. 22:58
Trump verður ekki ákærður.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2019 kl. 23:33
Það er ekki bara díll með hjálp pabba hjá Hunter Biden í úkraínu, sem er vandræðalegur. Annað stærra er að hann fékk far með pabba á airforce 2 til kína og landaði díl upp á einn og hálfan milljarða dollara. Díll sem stæstu fyrirtæki og bankar í USA gætu ekki látið sig dreyma um.
Hunter og olíufyrirtækið í Úkraínu voru í rannsokn hjá saksóknara í Úkraínu og Biden hóttaði því að halda aftur af milljarða dollara aðstoð ef þessi saksóknari þesssi yrði ekki rekinn innan sex tíma. Það varð úr að sjálfsögðu.
Engin furða að demókratar séu að panikkera. Þeir eru búnir að reyna að fá Trump dæmdan fyrir hitt og þetta frá því að hann bauð sig fram, en án árangurs. Allt púður flokksins hefur farið í þetta og þeim hefur akkúrat ekkert orðið annað úr verki. Ekkert er fjallað um þetta hér, enda fylgjast fréttastofur hér bara með áróður CNN, NT og Washington post (sem er í eigu Jeff Besos í amazon. Annaluðum Trumphatara)
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2019 kl. 07:19
Það er rétt að Trump verður ekki ákærður því fulltrúadeildin er á valdi repúblíkana. Nú er búið að samþykkja rannsókn fyrir ákæru sem tekur óratíma en enga ákæru. Þetta er pólitískt leikhús, til að kasta sandi í augu fólks og gera Trump tortryggilegan. Beita opinberu valdi í þágu kosninga.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2019 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.