Þriðjudagur, 17. september 2019
Bretlandi er stjórnað af ESB
Evrópusambandið á nógu marga stuðningsmenn í Bretlandi til að hafa úrslitaáhrif á bresk innanríkismál.
Breskir stuðningsmenn ESB eyðilögðu blaðamannafund forsætisráðherra Bretlands í Lúxemborg og sigri hrósandi ráðherra smáríkisins sýndi autt ræðupúlt Johonson sem vitnisburð um niðurlægingu gamla heimsveldisins.
Meðferð ESB á Bretum auglýsir fyrir alþjóð að Brussel-klúbburinn er stórhættulegur félagsskapur.
Lét Boris Johnson heyra það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott hjá bjánaveldi ESB að loka niður samskiptarásum sínum á þennan hátt. Enginn mun hlusta á þá eftir þetta nema með hálfu eyra, ekki einu sinni þeir sem kusu gegn útgöngu. Þarna hrannast æ ofan í æ sannir fyrir réttmæti Brexit-atkvæðisins upp eins og bálköstur í aðdraganda áramóta. Og sem skálað verður fyrir þegar að Stóra-Bretland öðlast sjálfstæði sitt á ný.
Flestum ríkjum í ESB er ekki sérlega vel við stórhertogadæmið Lúx. Þetta mun ekki spilast vel meðal þeirra.
Katastrófa af meiriháttar-stærð bíður nú stærstu hagkerfa ESB, þegar næst stærsta hagkerfi ESB, Stóra-Bretland, yfirgefur hið sívaxandi einræðisherradræmi Evrópusambandsins. Eina alvöru lýðræðisríkið hefur sagt bless.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2019 kl. 10:07
ESB reyndi að niðurlægja Boris eins og það niðurlægði May, en Boris gekk út. Hann lét ekki bjóða sér þessa meðferð. Þessi leikur ESB á aðeins eftir að styrkja Boris heimafyrir.
Ragnhildur Kolka, 17.9.2019 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.