Þórður á Kjarnanum: rasismi að gera kröfu um íslensku

Jón Magnússon lögmaður setti fram það sjónarmið að útlendingar ættu að læra íslensku. Óðara sakaði Þórður Snær ritstjóri Kjarnans Jón um rasisma.

Í endursögn Eyjunnar er vitnað í Þórð: ,,Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 26.244. En rasismi spyr ekki um staðreyndir."

Flestir útlendingar sem hingað koma eru hvítir Austur-Evrópubúar. Að kenna það við kynþáttaníð að þeir læri íslensku er langsótt. Í kynþáttafræðum eru Íslendingar og Pólverjar sama kynið.

En góða fólkið lætur ekki staðreyndir aftra sér frá formælingum um mann og annan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Af hverju ættu útlendingar að læra íslensku, þegar íslendingar geta það ekki sjálfir?  Það þarf ekki annað en að lesa mbl.is til að sjá vanþekkingu "blaðamanna" á íslensku eða lesa athugasemdir á samfélagsmiðlum og bloggum. 

Hver á svo að kenna þessum útlendingum íslensku?  Mér vitanlega er ekkert sem skyldar útlendinga sem koma til náms eða starfa á Íslandi til að læra málið.  Auðvitað er besta mál að sem flestir læri það eða þau tungumál, sem notuð eru þar sem viðkomandi er.  

Hér í Bandaríkjunum er ekkert opinbert tungumál (það er útbreiddur misskilningur að enskan sé þjóðtunga Bandaríkjanna, en svo er ekki) þó svo enskan sé lang útbreiddust, en það er hellingur af fólki, sem hefur aldrei náð góðum tökum á ensku.  En það er enginn skyldaður til að læra málið.  Ef maður vill fá ríkisborgararétt þarf maður að sýna fram á lágmarksgetu til að lesa, skrifa, tala og skilja ensku, en það er mjög takmarkað.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.9.2019 kl. 21:42

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Á hvaða máli eru lög og reglugerðir ritaðar í U.S.A.?

Ef lög lamdsins eru bara rituð á ensku, er það ekki sjálfsagt að það er bara eitt tungumál sem gildir?

Auðvitað þurfa innflytjendur að geta talað, lesið og skrifað á því tungumáli sem lög og reglur eru ritaðar, i því landi sem það gerast innflytjendur, ekki bara í USA, heldur líka á Íslandi.

Að skilja ekki lög og reglur, gerir það að verkum að innflytjendur verða ekki jafningjar þeirra sem skilja, geta tjáð sig og lesið tungumál lamdsins sem innflytjendur flytja til.

Arnór, Hvar værir þú staddur í þjóðfélaginu USA ef þú gætir bara talað Íslensku? Ég get ekki ímyndað mér hvernig þú gætir lifað og starfað í USA án þess að hafa ensku kunnáttu.

Keep America Great (KMA)

Kveðja frá Montgomery Texas. 

Jóhann Kristinsson, 17.9.2019 kl. 01:53

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Atvinnumöguleikar útlendinga sem ekki tala ensku í BNA eru helstir í landbúnaðar geiranum og við húshjálp. Afgreiðslustörf, nema í hverfum samlanda, stæðu þeim ekki til boða.

Ragnhildur Kolka, 17.9.2019 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband