Leiðtogar og hálfvitar

Leiðtogar verða þeir sem best rækta samband sitt við hálfvitana. Leiðtogi er ávallt tvöfaldur í roðinu. Í einn stað er hann handhafi sannleika af trúar-, hugmyndafræði- eða vísindalegum toga en í annan stað stendur leiðtoginn jafnfætis hálfvitunum, er einn af þeim.

Tvöfeldni leiðtoganna sést best af sögulegum dæmum. Höfðingjar þjóðveldisaldar voru goðar, hofprestar í heiðni en kirkjugoðar eftir kristnitökuna. Goðarnir túlkuðu almættið á líkan hátt og stjórnmálamenn samtímans ,,vísindi" um manngert veður. En jafnframt voru goðarnir bændur og deildu sem slíkir kjörum annarra bænda. Samtímaleiðtogar þykjast jafnan deila áhyggjum almennings af kjörum sínum. Minna þó í seinni tíð enda skiptir meira máli nú en áður að vera innvígður í launhelgun vísindalegs ríkisvalds.

Orðið hálfviti er hér notað í bókstaflegri merkingu, sá sem notar aðeins hálft vitið. Forn-Grikkir vissu sem er að maðurinn þarf allt sitt vit til að standa undir nafni. Hesíodos skrifaði um 700 árum fyrir okkar tímatal:

Einskins nýtur er sá sem hvorki að nokkru hyggur né við eyru leggur og ígrundar annarra mæli.

Nýtur maður notar allt sitt vit, einskins nýtur ekkert en hálfvitinn helftina.

Ef allir nýttu skynsemina og beittu gagnrýnni hugsun á menn og málefni væru hvorki leiðtogar né hálfvitar. Það ríkti jafnræði. 

Páll Skúlason velti fyrir sér hvers vegna gagnrýnin hugsun er ekki almenn. Niðurstaða Páls er að maðurinn sé brigðulli en svo að hann sé í færum að iðka þann efa sem gagnrýnin hugsun krefst. Þrjóska, kennivald og fordómar eru manneskjunni nærtækar leiðir að niðurstöðu, ekki síður en gagnrýnin hugsun.

Ef það er svo, sem Páll Skúlason segir, hvað er til ráða?

Til dæmis að vekja athygli á afleiðingunum. Hér með er það gert: engir leiðtogar án hálfvita. Og því verri eru leiðtogarnir sem hálfvitahátturinn er meiri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ágætis nestisbiti inn í helgina.

Ragnhildur Kolka, 14.9.2019 kl. 10:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hálvitagangrinn felst ekki hvað síst í fuglsminninu sem við sýnum leiðtogunum. Við verðum alveg búin að gleyma 3.orkupakkanum við næsta prófkjör

Halldór Jónsson, 14.9.2019 kl. 10:47

3 Smámynd: Þórarinn Magnússon

"Einskins nýtur er sá sem hvorki að nokkru hyggur né við eyru leggur og ígrundar annarra mæli."

Sæll, Páll!

Hver á þessa snilldar þýðingu?

Þórarinn Magnússon, 14.9.2019 kl. 14:34

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Þórarinn, ég tók þetta upp úr Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristoteles í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar.

Páll Vilhjálmsson, 14.9.2019 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband