Miðvikudagur, 11. september 2019
Glópahlýnun: 400 ppm eða 0,04%?
Í glópafræðum um hlýnun af mannavöldum er iðulega sagt að hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti er 400 ppm. Vísindamenn, bæði þeir sem eru alvöru og hinir sem eru í trúboði, eru sammála að þetta sé rétt.
En hvers vegna þessi mælieining, ppm? Hún þýðir einingar af milljón.
Ef við breytum ppm yfir í prósentur fáum við að koltvísýringur er 0,04% af andrúmsloftinu.
Við skiljum prósentur en ekki ppm. Hvers vegna er ekki talað um 0,04 prósent? Jú, vegna þess að 400 er stærri tala, er sterkari í áróðursstríðinu.
Einn brandari í lokin um glópahlýnunarfræðin: af þessum 0,04 prósentum af koltvísýringi í andrúmsloftinu eru 98% á ábyrgð náttúrunnar. Maðurinn er aðeins ábyrgur fyrir um 2 prósentum af af öllum koltvísýringi í andrúmsloftinu sem þó er samtals ekki stærra hlutfall en 0,04 prósent.
En auðvitað trúum við á manngert veður. VÍSINDIN SEGJA ÞAÐ.
Hahahahahahaha
Athugasemdir
Ef þetta er sagt nógu oft og nógu mikið gert af slæmum fréttum þá fer fólk að trúa vitleysunni.
Þetta hefur ekki verið sett fram áður á þennann hátt fyrir mig amk. 98% náttúran. Sem stemmir við að co2 sem kemur frá t.d. Heklu á hverjum degi er mikið meira en frá allri þjóðinni.
Ég hef heldur ekki skilið hvernig co2 sem er plöntufóður getur verið svona rosalega slæmt
Emil Þór Emilsson, 11.9.2019 kl. 21:00
Glöggur ertu Páll! Lest þessa heimsenda vitleysu eins Gagn og gaman. Minnir á gamalt sölutrikk í vöruverði kr.14.999.-(í stað 15000.)-í kaupæði munar það svo miklu í sjón og heyrn.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2019 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.