Katrín og Bjarni framseldu íslenskar valdheimildir til útlanda

Ríkisstjórnin framseldi yfirráð þjóðarinnar yfir raforkunni til útlanda með orkupakka þrjú. Breski fjárfestirinn Edmund Truell, sem hyggst leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands, hefur ekki fyrir því að ræða við íslensk stjórnvöld.

Hann veit sem er að sæstrengur er lagður til Íslands mun Evrópusambandið líta á það sem hindrun á frjálsum viðskiptum ef íslensk stjórnvöld leyfa ekki sæstrenginn.

Unglingarnir í stjórnarráðinu eru einfaldlega ekki starf sínu vaxnir.


mbl.is Hótar að færa sæstrengsverkefni til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit nú ekki betur en að hið sanna sé að fyrirtækið hefur oft fundað með hérlendum stjórnvöldum.

En það skiptir þig vitanlega ekki neinu máli hvað er satt. Aðeins hvað styður áróðurssíbyljuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2019 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn heldur áfram að styðja sitt Valhallar- hagsmunatengda lið, sem á kafi í orkupakkaspillingunni, sjá hér: 

Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara?!

Jón Valur Jensson, 9.9.2019 kl. 10:36

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sama má segja um hinn "kristna" Jón Val. Sannleikurinn mun seint gera hann frjálsan.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2019 kl. 11:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Efastu um, að ég trúi á Krist og vilji fylgja honum, Þorsteinn? Hverju(m) er ég þá að þjóna með því að ganga reglulega til kirkju, jafnan í hverri viku, og hafa gert það um 47 ára skeið?

Hnýfilyrðum þínum, eins og að ég vilji ekki fylgja sannleikanum í málum, vísa ég til föðurhúsanna.

Jón Valur Jensson, 9.9.2019 kl. 11:53

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú alveg á mörkunum að ég nenni að eiga orðastað við þig Jón Valur. Þér virðist algerlega fyrirmunað að skilja að þótt fólk sé ósammála þér fer því fjarri að skoðanir þess verði skýrðar með hagsmunatengslum eða samsærum. Það getur einfaldlega verið nóg að viðkomandi grundvalli skoðanir sínar á þekkingu og rökum, til að þær verði andstæðar þínum, sem mestmegnis virðast byggja á lygum og útúrsnúningum því miður.

Ef þú heldur svo, að nóg sé að mæta vikulega í kirkju til að vera kristinn, en sitja svo dag og nótt við að dreifa ósannindum og óhróðri eins og enginn sé morgundagurinn, ja, þá held ég að gæsalappirnar í fyrri athugasemd minni séu á alveg hárréttum stað.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2019 kl. 17:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stóryrtur ertu áfram, Þorsteinn, en ættir að líta í spegil vegna þjenustusemi þinnar við FLokkinn sem hefur glatað nær hálfu kjörfylgi sínu og ekki að ósekju.

Nú strax eru farnar að koma fram vísbendingar um að viðvaranir andstæðinga orkupakkans (sem þú kallar náttúrlega lygar, til að þjóna eðli þínu) voru réttar. 150% hækkun vissra mælagjalda hér heima -- önnur eins í Noregi vegna 3.orkupakkans, Vegagerðin komin í vinnu fyrir vindmylluriddarann Ásmund Einar og (að talið er) Finn Ingólfsson o.fl. undirbúningsframkvæmdir komnar af stað vegna risavaxins vindorkuvers sem aldrei myndi þó bera sig, kæmi ekki sæstrengur. Ennfremur komið í ljós að þínir menn í Valhöll voru strax fyrir tveimur árum farnir að fjárfesta í því að hita upp Guðna Th., sem reyndist svo ekki bregðast orkustórlöxunum í tilkynningu sinni á Bessastöðum fyrir helgina, þótt hann brygðist þjóðinni!

Sannaðu til, að þú verður, der stundir líða fram, að éta ofan í þig þínar eigin trúgjörnu yfirlýsingar um meint sakleysi þinna manna í þessu orkupakkamáli.

Jón Valur Jensson, 9.9.2019 kl. 19:31

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, strax fyrir rúmum þremur árum!

Jón Valur Jensson, 9.9.2019 kl. 19:35

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Allt þetta röfl staðfestir aðeins það sem ég var að enda við að segja.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2019 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband