Kjaftastéttirnar niðurgreiddar með almannafé

Stjórnmálaflokkar frá 744 milljónir í ár, laun þingmanna ekki meðtalin. Fjölmiðlaútgjöld ríkisins eru samkvæmt meðfylgjandi frétt 5,3 milljarðar króna.

Kjaftastéttirnar, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn, fá yfir sex milljarða á ári af almannafé.

Hvað fær almenningur í staðinn?


mbl.is Fjármögnun fjölmiðlafrumvarps liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarna mætti byrja á því að skera niður.

í staðinn  myndi ég mæla með því að

RÚV myndi stofna sitt eigið BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI með sama hætti og mbl er með

þar sem að allir Alþingismenn, Háskólafræðafólk og allir aðrir landsmenn

gætu komið lausnum á framfæri alla daga án kostnaðar fyrir RUV.

=Að virkja mannauð fólksins í landinu.

Jón Þórhallsson, 9.9.2019 kl. 11:09

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ekkert.

11% fólks á vesturlöndum er með einkenni persónuleikatruflunar en margir svoleiðis eru ófærir um að taka tillit til sjónarmiða annarra - eru bara eitt stórt ég. Meðvirkir eru enn fleiri. Þegar 11% karakter rekur sitt einkafyrirtæki fer það ýmist á hausinn eða ekki. Í sumum tilvikum borgar það sig að hlusta ekki á aðra en það versnar í því þegar svona týpur fara í pólitík, í ríkisstjórn, ríkisstyrkta fjölmiðla eða reka borgina í trássi við vilja almennings.

Þessi ofboðslegi "viljastyrkur" er ágætur prívat og fínn þegar ganga á hæstu tinda veraldar. Dæmi er um "viljasterkan" fjárfesti sem græddi svo vel að hann vill stjórna heiminum af sama aga og dugnaði og á Wall Street og stofnaði samtök sem starfa í flestum löndum sem hafa það að markmiði að leggja niður landamæri heimsins! Hvað heitir það þegar talandi stéttum er borgað fyrir að hafa sömu skoðun og fjárfestirinn? Og af því að hann er eitt risstórt ég sýnir hann fólkinu í þessum löndum sem hann vill umturna, ekki þá lágmarksvirðingu, að spyrja það álits, heldur lætur hann fulltrúa sína ausa svívirðingum yfir fólkið sem fer ekki að vilja hans. Og fyrr en varir eru talandi stéttir farnar að vara við þjóðrembu. Úr hvaða partíi kemur þetta lið.  Ísland er örríki sem er svo að segja nýbúið að fá sjálfsstæði. Það eru miklu meiri líkur á að við töpum fyrir alþjóðarembunni sem er augljóslega milljón sinnum öflugri en þjóðremba friðsamrar þjóðar. Í þúsund ár höfum við aldrei ráðist á aðrar þjóðir og það eru engar líkur á að ísland ráðist á umheiminn með þjóðrembuna að vopni. 

Benedikt Halldórsson, 9.9.2019 kl. 14:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi var góður Benedikt eru þá ekki líkur að einhverjir rannsakenda séu með einkenni persónuleikaáreitis dagsins sem ekkert gekk upp,það skekkir útkomuna.? 

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2019 kl. 16:35

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fékk þessa prósentu á heimasíðu Geðhjálpar. Margir agressívir virðast ekki skilja að nei þýðir nei. Þeir virða hvorki mörk í einkalífi né þegar svo hörmulega vill til að þeir fá pólitísk völd. 

Benedikt Halldórsson, 9.9.2019 kl. 17:02

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framboð og eftirspurn er kippt úr sambandi og Þessi meðgjöf frá hinu opinbera tryggir líf allskonar flokka sem enginn hefur í raun áhuga á. Skil ekki Afhverju ég þarf að greiða fyrir pólitískar skoðanir annarra.

Ragnhildur Kolka, 9.9.2019 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband