Borða mannakjöt og bjarga loftslaginu

Sænskur prófessor (vísindamaður) segir bjargráð við hamfarahlýnun að borða mannakjöt. Magnus Söderlund telur loftslagið njóta góðs af breyttu mataræði. Kjötframleiðsla veldur gróðurhúsaáhrifum og gerir jörðina brátt óbyggilega, segja þeir sem trúa á manngert veðurfar. Kjötskrokkur af fullorðnu er kannski seigt en þó matarmikið og sóun að urða eða brenna.

Sænskir netmiðlar og sjónvarp ræða hugmynd Magnúsar. Svíar, sem kunnugt er, standa framarlega í glópahlýnunarfræðum. Sú sænska Gréta Thunberg er alþjóðleg stjarna glópanna, ekki hörð undir tönn og auðmelt.

Hamfarahlýnun er trúarsetning á sigurför. Pólitískir flokkar krefjast róttækra aðgerða enda kortér í heimsendi og klukkan tifar. Vinstri grænir boða kredduna hér á landi. ,,Borðaðu vini og vandamenn og bjargaðu loftslaginu", verður slagorð Kötu Jak. og félaga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér lýst vel á þetta.  Ég hef í hyggju að borða allt þetta vegan lið.  Til þess er það.

Veit ekki hverja svíarnir ætla að borða, en grunar að liðið í no-go zoninu megi fara að vara sig.  Það er mest expendable.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2019 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband