Mánudagur, 2. september 2019
Betri rök fyrir ESB-umsókn en orkupakka 3
Þegar alþingi samþykkti ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009 var rökstuðningurinn betri en þau rök sem fylgdu samþykkt 3. orkupakkans.
,,Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði málið snúast um þátttöku í EES-samningnum," segir í viðtengdri frétt.
,,Við erum hrædd," er annað orðalag yfir sömu hugsun.
Hrædd við hvað? Hrædd við að standa á eigin fótum og hafa íslenskt forræði yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar.
Þeir 46 þingmenn sem samþykktu orkupakka þrjú eiga ekkert erindi á alþingi Íslendinga.
Þriðji orkupakkinn samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér að vanda kæri Pall .
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2019 kl. 13:06
Íslandspóstur var að segja upp fólki. Bréfberar voru of margir. Þingmenn eru eins og bréfberar, þeir bera út póstinn sem kemur að utan en hafa enga skoðun á innihaldinu frekar en venjulegir bréfberar. Með aukinni sjálfvirkni ákvarðana má fækka þingmönnum um svona 40 til að byrja með.
Benedikt Halldórsson, 2.9.2019 kl. 15:29
Í stefnuskrá Fullveldisflokksins er gerð tillaga um, að Alþingismenn verði 24, einn í jafnmörgum einmennings kjördæmum. "fullveldisflokkurinn.net".
Tryggvi Helgason, 2.9.2019 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.