Mánudagur, 2. september 2019
Sjálfstæðisflokkur gefst upp á sjálfstæðinu
Sjálfstæðisflokkurinn þiggur nafn sitt frá arfi Jóns Sigurðssonar sem frá miðri 19. öld talaði fyrir flutningi framkvæmdavalds frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur.
Í dag talar Sjálfstæðisflokkurinn fyrir flutningi framkvæmdavalds frá Reykjavik til Brussel.
Flokkur sem gefst upp á tilgangi sínum er til einskins nýtur.
Skora á þingheim að hafna pakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú skoðun að einkafyrirtæki með stjórnendur sem hafi yfirsýn er eins og lítið fullvalda ríki.
Það er ekkert að alþjóðlegri samvinnu fullvaldra ríkja en þegar valdið er orðið alþjóðlegt munu sömu ókostir þess og Sovétríkin glímdu við hafa kommunískar afleiðingar. Engin hefur yfirsýn yfir nokkurn skapaðan hlut.
Benedikt Halldórsson, 2.9.2019 kl. 07:36
Þingmenn sjálfsstæðisflokksins skilja ekki eigin stefnu og falla einmitt fyrir því sem flokkurinn hefur alla tíð barist gegn. Nóg er fyrir slynga Orwelska gabbara að skipta um nafn á alræðinu og tala um alþjóðlega samvinnu en gera sjálfstæði og sjálfsforæði að einangrunarhyggju. Hvað kemur næst? Að leggja niður einkaframtakið?
Benedikt Halldórsson, 2.9.2019 kl. 07:59
Þjóðremba er eitt af þessum orðum sem er gerð að undanfara innrásar inn í Pólland.
Það er búið að tengja óhæfuverk nasista og útrýmingu á gyðingum svo vel við landamæri og þjóðríki að við erum svo að segja varnalaus fyrir hverskonar yfirgangi ef hann er í nafni aljóðlegrar samvinnu.
Jafnvel Ísraelar fá ekki frið til að ráða sínum mánum sjálfir, jú, landamæri eru af hinu illa, allt skal vera opið upp á gátt. Þannig læra margir af sögunni eins og heimski Hans.
Benedikt Halldórsson, 2.9.2019 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.