Trump og dönsk-íslensk uppgjöf

Danski forsætisráðherrann hringdi í Trump til að biðja um gott veður eftir leiðindi vegna Grænlands og aflýstrar heimsóknar Bandaríkjaforseta til smáríkisins. Katrín forsætis ætlar að hitta varaforseta Trump þótt hún hafi áður lofað vinstrimönnum sniðgöngu.

RÚV og fleiri miðlar gerðu því skóna að kvenforsætisráðherrar Danmerkur og Íslands væru samstíga í alþjóðlegu diplómatísku áhlaupi á Trump-ríkið í vestri. Allt rann það út í sandinn, konurnar krupu á kné fyrir glókolli.

Katrín og sú danska fengu lexíu í raunsæispólitík: alveg sama hvaða einstaklingur gegnir embætti þjóðhöfðingja, að ekki sé talað um forseta Bandaríkjanna, verður að sýna viðkomandi tilhlýðilega virðingu. Annars fer illa.

Katrín og Metta eru reynslunni ríkari og mörgum var skemmt að fylgjast með kennslunni.


mbl.is Trump dásamar Frederiksen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

coolcoolcool

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.8.2019 kl. 19:19

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég held að þú misskiljir sáttavilja Mettu Páll. Hún fattaði bara ekki að tilboð Trumps var gert til að beina athygli að fjáraustri NATO og ESB til Dana vegna Grænlands. Nú er einhver búin að segja henni að hætti Trump að vilja borga gæti það kostað Dani þúsundir milljóna dollara.

Guðmundur Jónsson, 25.8.2019 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband