Þriðjudagur, 13. ágúst 2019
Gulli kann ekki að skammast sín
Gulli utanríkis flutti inn norskan ráðherra, sem hann lét messa yfir íslenskum þingmönnum um ágæti orkupakkans. Sami Gulli kemur fram í RÚV og segir andstæðinga orkupakkans hér á Fróni handbendi Norðmanna.
Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, kom til Íslands í óopinbera heimsókn á vegum Gulla í ágúst í fyrra. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að alþingismenn hafi verið leiddir fyrir ráðherrann norska. Ennfremur segir:
Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sambandsins og hvað felist í því ef Íslendingar skyldu hafna tilskipuninni á fundi sínum með utanríkisráðherra Íslands svarar Søreide því játandi.
Ég ræddi þetta á fundi mínum með Guðlaugi og á fundi með þingmönnum. Það er mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að norska Stórþingið hefur samþykkt þessa tilskipun. Fyrir okkur er mikilvægt að tilskipunin sé tekin upp í EES-samninginn, þar sem við nú þegar erum hluti af evrópskum orkumarkaði. Það er ákveðin hætta fyrir okkur ef hún myndi ekki öðlast gildi, staðhæfir hún.
Gulli utanríkis flytur sem sagt inn í landið norskan ráðherra til að tala um fyrir alþingismönnum. Hann vogar sér síðan að ásaka andstæðinga orkupakkans að ganga erinda erlendra hagsmuna.
Það er leitun að ómerkilegri stjórnmálamanni en Gulla utanríkis.
Athugasemdir
Ég get nefnt nafn fyrir þg: Vidkun Quisling.
Sama bullið: gaur sem kemur með eitthvað óvinsælt kjaftæði að utan, ber fyrir sig yfirþjóðlegt vald eða eitthvað svoleiðis. Skilur ekki af hverju enginn er hrifinn af honum.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.8.2019 kl. 09:26
Hver verður hagur minn sem Íslendingur þegar alþingismenn samþykkja O3? Af hverju er ekki hægt að fá svar við þeirri spurningu?
Sigurður I B Guðmundsson, 13.8.2019 kl. 10:30
Gulli kannn ekki að skmmast sín af því að hann er engin hugsuður. RÚV flytur "frétt" um áhyggjur Gulla að andstæðinga orkupakkans séu ekki það sem hann ásakaði þá um að vera í vor - einangrunarsinna.
Benedikt Halldórsson, 13.8.2019 kl. 11:44
það er auðvitað með þvílíkum endemum að saman sé komið á alþingi Íslendinga svona margt óheiðarlegt og ómerkilegt fólk sem raun ber vitni.
Og allt þetta fólk sem samþikkir þessi landráð á alþingi sem er 3op verður að draga til ábyrgðar.
Og eftir á að koma í ljós hvort forseti vor vill verða í þessum hóp.
Óskar Kristinsson, 13.8.2019 kl. 12:39
Tek undir með ykkur öllum.
Af hverju kvartar Guðlaugur Þór ekki yfir afskiptum Evrópusambandsins af Íslandi? -- með orkupökkum sem koma okkur ekkert við og hafa bara leitt hér til aukins kostnaðar og stefna nú í að valda okkur gríðarlegu tjóni!
Og af hverju kvartar hann ekki yfir afskiptum ESB í formi áróðursherferða sendiherra þeirra fyrr og nú (Timos Summa fyrir nokkrum árum, þar til virtur embættismaður okkar stuggaði opinberlega við kvikindinu eftir áróðursherferðir þess um landið), já, af hverju kvartar Gulli ekki yfir afskiptum ESB-sendiherrans Michaels Mann nú, í fegrandi, einhliða gyllingargreinum hans um ESBéið (sem þó er í stöðnun og tómu tapi) í blöðum hér! Af hverju steinheldur Gulli kjafti yfir því -- hræddur við stórveldið, Brussel-embættismannaherinn, eða hefur hann þegið fríðindi, jafnvel mútur til að ljúga að Alþingi um þennan þriðja orkupakka?
Jón Valur Jensson, 13.8.2019 kl. 15:54
Eins og Tómas Ingi Olrich, fyrrv. utanríkisráðherra og fyrrv. sendiherra Íslands í París, benti á í blaðagreinum í Morgunblaðinu, voru afskipti Timos Summa sendiherra frekleg brot gegn Vínarsáttmálanum um hlutleysisskyldur sendiráða gagnvart innanríkismálum gistilanda þeirra. Ekki leið á löngu þar til Summa þessum var skipt út fyrir nýjan sendiherra! En nú færir nýjasti sendiherrann, hr. Mann, sig upp á skaftið með hliðstæðum hætti! Sjá nánar þessa grein 1. þ.m. á Fullveldisvaktinni:
Sendiherra brýtur gegn skyldum sínum með áróðursgrein fyrir innlimun Íslands í stórveldi sitt!
Jón Valur Jensson, 13.8.2019 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.