Mánudagur, 5. ágúst 2019
Þöggun: orkupakkinn þolir ekki umræðu
RÚV, auðvitað, gekk í lið með talsmönnum 3. orkupakkans og gerði að fyrstu frétt kröfu um þöggun á umræðu. Samkvæmt RÚV er hættulegt að kunnáttumenn eins og Arnar Þór Jónsson fjalli um ,,viðkvæmt" mál á borð við orkupakkann.
Hvað er ,,viðkvæmt" í orkupakkaumræðunni? Jú, ESB-sinnar og forysta Sjálfstæðisflokksins sitja uppi með gjörtapaða stöðu.
Annar kunnáttumaður á sviði laga skrifaði undir nafnleynd, líklega vegna hættu á pólitísku einelti, pistil á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þar er m.a. vakin athygli á þeirri mótsögn orkupakkasinna að þeir ætla samtímis að innleiða lög og reglur ESB um samtengingu orkukerfa - út á það gengur orkupakkinn - en jafnframt þykjast koma í veg fyrir lagningu sæstrengs.
Einfaldasta og öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir sæstreng er að hafna 3. orkupakkanum. Það má bara ekki segja það upphátt. Sannleikurinn er ,,viðkvæmur".
Athugasemdir
Að fetta fingur út í það, að dómarar tjái sig opinberlega um þjóðfélagsmál, er óviðeigandi og fallið til að breiða yfir stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til tjáningar. Engum er betur kunnugt um vanhæfisreglur en dómurum, og fólk á að sjá sóma sinn í að eftirláta þeim að dæma um slíkt. Auðvitað mun koma til ágreinings fyrir dómstólum um gjörðir Landsreglara o.fl. tengt OP#3. Þá lýsa viðkomandi dómarar sig væntanlega vanhæfa til að fjalla um þau ágreiningsmál. Það hefur, eins og vænta mátti, verið mikill fengur að greinum AÞJ um orkupakkamál. Það, sem hann skrifar um hættu á samningsbrotamálum og skaðabótaskyldu ríkissjóðs í kjölfar samþykktar Alþingis á innleiðingu OP#3 með fyrirvörum ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið hrakið með gildum rökum. Bjarni Már Magnússon gerði misheppnaða tilraun til þess með því að draga Hafréttarsáttmálann inn í málið, en sá þjóðréttarsamningur víkur fyrir Evrópurétti.
Bjarni Jónsson, 5.8.2019 kl. 09:51
Í frétt RÚV kemur fram að formaður dómarafélagsins gerir greinarmun á hvaða dómarar mega tjá sig og hverjir ekki. Þeir sem skrifa greinargerðir samkvæmt pöntun mega tjá sig en þeir sem samviskan býður að tjá sig mega það ekki.
Þessi óáran að banna fólki að tjá sig hófst til vegs með pólitísku rétthugsuninni, en hefur nú greinilega flætt yfir alla bakka svo nú má banna öllum allt nema auðvitað þeir séu sammála þaggaranum.
Eins og ég sé það hafa báðir dómararnir (SM og AÞJ) sama rétt til tjáningar og hinn almenni borgari. Það kallast mannréttindi. Komi hins vegar til dómsmála þ.s. Þessi mál eru undir yrðu þeir báðir að segja sig frá á grundvelli vanhæfis reglna.
Þarf það að vera eitthvað flóknara?
Ragnhildur Kolka, 5.8.2019 kl. 11:01
Eru ekki tengsl ESB við nasista bara að koma í ljós með þessu????
Jóhann Elíasson, 5.8.2019 kl. 12:04
Nú geta Sjálfstæðismenn um allt land skorað á eigin forystu að láta fara fram kosningu meðal flokksmanna um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög:
https://www.xd5000.is/
Júlíus Valsson, 6.8.2019 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.