Föstudagur, 19. júlí 2019
Gulli græðir á Bjarni-að-hætta-tali
Þegar sögur fara á flot um að foringi sé að hætta er fyrsta spurningin: hver græðir?
Ekki Þórdís, hún er óreynd; ekki Áslaug sem er bæði ung og óreynd.
Gulli utanríkis græðir.
En auðvitað myndi Gulli ekki bera út söguburð. Prinsippmaður sem hann er.
Segist ekki vera á leið úr formannsstól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með hvaða hætti græðir Gulli á því, að bornar séu út sögur um að Bjarni muni hætta, og Bjarni hafni þessum söguburði?
Þorsteinn Siglaugsson, 19.7.2019 kl. 09:34
Það er alveg öruggt að hvorki Gulli stuðningsmaður orkupakkans, né aðrir af hans sauðarhúsi verði kosnir til metorða á Landsfundi.
Jónatan Karlsson, 19.7.2019 kl. 12:13
Væri ekki líklegra, miðað við það sem á undan er gengið, að forustunni yrði skipt úr en toto? Nýir (kallar) fengnir í brúna.
Ragnhildur Kolka, 19.7.2019 kl. 12:13
Ég tek undir með Jónatan og Ragnhildi hér.
Jón Valur Jensson, 20.7.2019 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.