Töpuð umræða veit á tapað fylgi

Sjálfstæðisstefnan á sér traustari bandamann í Miðflokknum en þeim flokki sem kennir sig við sjálfstæði. Orkupakkinn er eitrað peð í refskák við ESB um fullveldi þjóðarinnar. Allir sjá það nema forysta Sjálfstæðisflokksins sem er bandingi djúpríkis embættismanna og hagsmunasamtaka er vill Ísland inn í Evrópusambandið.

Orkupakkinn gagnast íslenskum almenningi nákvæmlega ekkert. Þvert á móti eru allar líkur að almannahagur versni þegar auðmenn eignast raforkuna til að selja úr landi og hækka í leiðinni raforkuverð til Jóns og Gunnu. 

Forysta Sjálfstæðisflokksins er ekki í neinum tengslum við stjórnmálastrauma samfélagsins. Orkupakkamálið bregður afar neikvæðu ljósi á EES-samninginn sem forysta Sjálfstæðisflokks ver með kjafti og klóm og af meiri trúarahita en yfirlýstir ESB-sinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 19 prósent fylgi og botninum er ekki náð. Enda hægara sagt en gert að lagfæra raðbilun í dómgreind forystu og þingflokks fyrrum móðurflokks íslenskra stjórnmála.


mbl.is Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Flottur pistill og frábaer lýsing.."radbilun"..cool

Svo rétt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.7.2019 kl. 10:08

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vel orðað Páll sem oftar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.7.2019 kl. 20:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála Páli, að "botninum er ekki náð", Bjarni mun fara enn neðar með flokkinn.

Hætt er þeim við falli, sem hátt hreykist.

Fallinn er hver, þá fótanna missir.

Sjaldan fitnar hinn fallni.

Hver veit, hve oft hann fellur?

(Íslenzkir málshættir. Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman, Rvík: AB, 1966, bls.75.)

Jón Valur Jensson, 20.7.2019 kl. 20:57

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að Bjarni höggvi á hnútinn og aftengi orkupakkaliðið og setji þetta allt aftur í sameigilegu EES nefndina.Hann getur ekkert annað gert ef hann ætlar ekki að fara fyrir björg.

Halldór Jónsson, 20.7.2019 kl. 22:27

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bjarni hefur gengið of langt, hann vanvirðir landsfund flokksins sem hann er í forustu fyrir og þjóðina alla. BB og ríkisstjórnarflokkarnir allir þjösnast áfram og skella skollaeyrunum fyrir ákalli þjóðarinnar. Þetta sama gerði hin fyrsta hreina vinstristjórn og við munum hvernig fór fyrir henni. Er það ekki???

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.7.2019 kl. 23:41

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það skal vera òlöglegt bað samþykkja tilskipanir sem ættu að vera samdar við þjóðina,þetta er ný ágengni EES og svo eru þessir 

ráðherrar að fremja lögbrot með samþykkt skoðið grannt er með ípad sem ræð illa við leiðrètti seinna ef þarf.

Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2019 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband