Þriðjudagur, 9. júlí 2019
Atli, Björn og orkupakki
Atli Harðarson prófessor og Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra ræðast við á fésbók um 3. orkupakkann.
Atli: Er hægt að skrifa upp á samning við önnur ríki um markaðsbúskap á þessu sviði og setja svo lög sem segja að það eigi ekki að vera markaðsbúskapur?
Björn svarar: já,aðildin tekur mið af landfræðilegum staðreyndum sbr. ákvæði um vatnaleiðir og skipaskurði skylda engan til að ráðast í slíka mannvirkjagerð.
Björn má vita að Ísland fékk undanþágu frá reglum EES um vatnaleiðir og skipaskurði, einmitt vegna þess að þær reglur eiga ekki við aðstæður hér á landi. Undanþágan er kynnt í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen fyrir fjórum árum: ,, Þá má bæta við að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir."
Tilgangur 3. orkupakka ESB er að samhæfa reglur um framleiðslu og flutning raforku yfir landamæri. Ísland er ekki hluti af orkuneti ESB þar sem enginn sæstrengur tengir Ísland og Evrópu.
Af þessu leiðir ætti Ísland að fá undanþágu frá 3. orkupakkanum. Alveg eins og við fengum undanþágu frá reglum um vatnaleiðir og skipaskurði - og raunar einnig reglugerðum um lestasamgöngur.
Þeir sem berjast fyrir innleiðingu 3. orkupakkans virðast einbeittir í þeirri afstöðu sinni að fullveldi okkar í orkumálum eigi fremur heima í Brussel en Reykjavík.
Athugasemdir
Sumir vilja inn í ESB. OP3 eykur líkur á inngöngu.
En það er eitthvað annað sem býr að baki orkupakka þrjú sem ekki er talað um opinberlega. Annað hvort vegna þess að þingmenn hafa ekki hugmynd um af hverju þeir styðja pakkann eða að þeir hafi grun um hvað er í gangi en geta ekki sagt það upphátt án þess að verða sér og sínum flokki til skammar. "Kerfið" er fylgjandi og sá sem vill vera með kemur sér út úr pólitísku húsi ef hann er á máti OP3. Það eru ekki margir sem hafa andlegan styrk til að vera á móti.
Til að drepa tíman heimta menn "rök" og "skýringar" þeirra sem eru á móti. Það ætti auðvitað að vera öfugt.
Benedikt Halldórsson, 9.7.2019 kl. 14:49
Eru fyrirmælin i 100 ára leyniskjölunum góðu ? Eitthvað er það sem lamar Fjarmálaráðherra ?
rhansen, 9.7.2019 kl. 16:47
Í mínum huga liggur það alveg ljóst fyrir að samþykkt þriðja orkupakkans mun auka þrýsting á að sæstrengur verði lagður og mun sú samþykkt auðvelda mjög forystu Sjálfstæðisflokksins og annarra áhangenda ESB að ná fram markmiðum sínum hvað það varðar.
Eða Hversvegna erum við undanþegin reglugerðum um járnbrautir? Hversvegna erum við undanþegin reglugerðum um vatnaleiðir og skipaskurði? Jú ég held að það sé vegna þess að við erum á eyju hér norðvestur í hafi og höfum því engar slíkar tengingar við ESB.
Við höfum heldur engar raforkutengingar við ESB, og heldur ekki við nokkurt annað land í heiminum. Hversvegna þurfum við þá að samþykkja þennan þriðja orku pakka sem snýst um að samræma reglur um raforkuflutning yfir landamæri? Jú það er vegna þess að nú en og aftur er hið rétta andlit ESB að koma í ljós. Sníkjudýr handa vellaunuðum ókjörnum og þýskalandi.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.7.2019 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.