Mánudagur, 8. júlí 2019
Stór-Evrópa þarf sinn her - sbr. Napoleón og Hitler
Til að ESB verði sambandsríki, Stór-Evrópa, þarf her. Í fáein ár, í byrjun 19. aldar annars vegar og hins vegar laust fyrir miðja síðustu öld, stjórnuðu Evrópu sá ítalski-franski Napoleón og austurrísk-þýski Hitler, báðir krafti hervalds.
Tilraunir Meginlands-Evrópu með lýðræði mistakast reglulega. Í Brussel er þetta þekkt staðreynd, þótt ekki sé hún opinberlega viðurkennd. Þing ESB er meira upp á skraut, það hefur ekki heimild til að leggja fram lagafrumvörp. Framkvæmdastjórnin í samvinnu við leiðtogaráð ESB ræður ferðinni. Yfir Stór-Evrópu verður ekki settur einhver lýðræðislega kjörinn. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni.
Fyrir eyríki eins og Ísland og Bretland eru stjórnarhættir meginlandsins framandi og þess vegna vilja þau standa þar fyrir utan. Þegar þýski varnarmálaráðherrann tekur við framkvæmdastjórn ESB er borðið dekkað fyrir Evrópuherinn. Með valdatækið tilbúið er aðeins spurning um tíma hvenær því verður beitt.
Kjánaprikin sem sitja alþingi Íslendinga þessi misserin ættu að staldra við áður en Stór-Evrópu er afhent ítök í raforkumálum okkar. Evrópsk hernaðarveldi eru ekki þekkt fyrir að láta af hendi ítök í náttúruauðlindum smáþjóða. Eða eru landhelgisstríðin öllum gleymd?
Vænta stórra skrefa í átt að sambandsríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Páll.
Síðasta útgáfa MAD teiknimyndatímaritsins er á sölustöðum núna. Þar sem MAD endar tekur ESB við.
Sú þjóð sem setur hermenn sína undir stjórn hermanna annarrar þjóðar er sannarlega orðin geðveik. Nýtt stríð er þá nánast tryggt og borgarastyrjöld komin á gullfót. Hver fórnaði hermönnum okkar en ekki sínum, verður þá spurt.
Þetta er eins og sjálft ESB sem virkar ekki og mun auðvitað aldrei virka. Nú þegar Evrópa bætist við misheppnaðar, ókláraðar og dauðadæmdar byltingar á landmassa EvrópuAsíu, þ.e. Gamla heimsins, þá er greinilega ekki nóg að lesa bara The End of the Asian Century.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.7.2019 kl. 15:36
Ég hef lengi grunað þá að langa í stríð,svo eftir herkvaðningu hefjast heræfingar beggja kynja; Varla verður Ursula ber að því raða þeim upp gráum fyrir járnum og æfa ekki grágæsaganginn.... Og svo finna óvininn í fjöru.
Maður leyfir sér ennþá að slá á létta strengi,en fyrirfram hefði mér aldrei dottið Evrópa í hug að stefndi á að skapa voldugt herveldi,una þau virkilega illa í friði!
Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2019 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.