Vinstri grænir eru núll í utanríkismálum

Forveri Vinstri grænna, Alþýðubandalagið, var með utanríkismálin á hreinu. Fullvalda Ísland, úr Nató og herinn burt. Vinstri græn Steingríms og Katrínar sturtuðu fullveldinu niður í skolpið 16. júlí 2009 þegar þau samþykktu ESB-umsókn Samfylkingar.

Andstaðan við Nató og herinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Vinstri græn gengu í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum.

Fullveldismál og andstaða við hernaðarbrölt skilgreindu róttæka vinstrimenn á Íslandi í áratugi. Án utanríkismála hefði Alþýðubandalagið ekki orðið til.

Hvað er eftir hjá Vinstri grænum þegar utanríkismálin eru núllið eitt? Jú, gervivísindi um manngerða hnattræna hlýnun annars vegar og hins vegar sykurskattur Svandísar.

Nennir einhver að púkka upp á ósykruð hjávísindi? Tæplega eru þeir margir.


mbl.is „Hér verður ekki herseta á nýjan leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

eiginlega bara brandari .þessi flokkur eða hvað? Ísland úr Nato og herinn burt man ég eftir Svavari syngja og dansa um sviðið í Sigtúni.  Dinósár í nútímanum?

Halldór Jónsson, 25.6.2019 kl. 11:39

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og vilja O3, er ekki allt í lagi hjá þessu liði??

Sigurður I B Guðmundsson, 25.6.2019 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband