Kolbeinn: orkupakki já, Nató nei

Kolbeinn Ó.P. vinstri grænn tekur að sér að auglýsa stefnuleysi flokksins í utanríkismálum. Kolbeinn og félagar vilja samþykkja orkupakka þrjú frá ESB sem færir Ísland nær því að vera hjálenda sambandsins. Samtímis vill Kolbeinn Ísland úr Nató. WTF???

Áttum okkur á samhengi hlutanna. ESB er efnahagslegt stórveldi en hernaðarlegur dvergur og verður eiginlega duglaus eymingi á því sviði þegar Bretar, öflugasta herveldi ESB, fullframkvæmir Brexit.

Nató er hernaðararmur Bandaríkjanna í Evrópu. Ísland er í Nató til að halda valdajafnvægi á Norður-Atlantshafi og leyfa ekki utanaðkomandi, t.d. Rússlandi eða Kína, að ógna forræði Bandaríkjanna á hafssvæðinu. Bretar eru í Nató á líkum forsendum, Norðmenn sömuleiðis.

En snillingarnir í vaffgé, Kolli og kó, vilja gera Ísland að hjálendu veiklulegrar tilraunar meginlandsþjóða Evrópu til sambandsríkis en jafnframt segja okkur úr hernaðarbandalaginu sem heldur öryggismálum Norður-Atlantshafs í jafnvægi.

Ef til væri keppni í heimsku í utanríkismálum tæki vaffgé-liðið gull, silfur og brons.


mbl.is Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Ef eitthvað er ömurlegra til en utanríkisstefna VG þá er það að finna í þingflokki Pírata sem vinnur deildina. 

Halldór Jónsson, 25.6.2019 kl. 14:41

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einu sinni áttu Vinstri-græn sannfæringu - nú eiga þau bara sýndarmennsku.

Ragnhildur Kolka, 25.6.2019 kl. 17:55

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nato ver fullveldi þeirra þjóða sem eru með. Orkupakkinn grefur undan fullveldinu. 

Benedikt Halldórsson, 25.6.2019 kl. 19:22

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sammála öllum nema ESB pakkinu á Alþingi.

Valdimar Samúelsson, 25.6.2019 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband