Laugardagur, 22. júní 2019
Sex sem efuðust - hvað óttast þingmennirnir?
Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins efuðust um skynsemi þess að Ísland innleiddi 3. orkupakka ESB, samkvæmt meðfylgjandi frétt mbl.is frá desember í fyrra.
Umræðan um orkupakkann hefur m.a. leitt í ljós að vald yfir raforkumálum færist til Brussel, að ESB gerir kröfu um að engar ,,orkueyjar" verði leyfðar, sem þýðir sæstrengur, að ESB gerir ráð fyrir að leggja á orkuskatt, til að styrkja orkubúskap sambandsins.
Ofantaldar staðreyndir, og margar fleiri sem mæla gegn orkupakkanum, hafa verið til umræðu í allan vetur. Styrkjast efasemdir þingmannaanna sex? Nei, Páll, Njáll, Bjarni og Óli Björn segja fátt en það sem þeir segja er til stuðnings samþykkt orkupakkans.
Hvað óttast þingmennirnir?
Þingmenn efast um orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.