Áfall fyrir ríkisstjórnina; ný 3OP könnun

Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna hafnar 3. orkupakkanum og vill fá undanþágu frá orkustefnu ESB, samkvæmt nýrri könnun.

Maskína framkvæmdi könnunina og verður hún birt á morgun. Um helmingur sjálfstæðismanna vilja undanþágu frá orkulöggjöf ESB, 30 prósent eru óvissir en aðeins 20 prósent eru andvígir undanþágu. Tæp 70 prósent, já 70 prósent, kjósenda Framsóknarflokksins vilja að Ísland standi utan orkustefnu ESB. Fjórir af hverjum tíu kjósendum Vinstri grænna eru sama sinnis, 35 prósent eru óviss en fjórðungur vill ekki undanþágu.

Könnunin staðfestir að allur þorri kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er á móti 3. orkupakkanum og aðild Íslands að orkustefnu ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta verður samþykkt og forsetinn vísar því til þjóðarinnar, sem mér sýnist hann varla geta hunsað, þá er ríkistjórnin fallin. Sjálfsvíg sjálfstæðisflokksins væri þar með fullnað. 

Mér sýnist á viðbrögðum þeirra við þessu nú séu enn að hunsa vilja fólksins og taka frekar mark á hugsanlegum meirihluta á þingi, þótt hann gangi þvert á vilja þjóðarinnar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.6.2019 kl. 06:29

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson


jón - það er ekki hægt að vísa þessu til þjóðarinnar- þetta er þingsályktun en ekki lög. 

Mögulega væri hægt að setja ný raforkulög í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem ákvæði Orkupakka 3 koma framm

Eggert Guðmundsson, 19.6.2019 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband