Sunnudagur, 16. júní 2019
Stríð Bandaríkjanna og Rússlands - landafræðin og kenningin
Kenning frá 19. öld mælir fyrir um stríð á milli Bandaríjanna og Rússlands. Nýleg útgáfa kenningarinnar er bók með lýsandi heiti, Hefnd landafræðinnar, eftir Robert D. Kaplan.
Í grófum dráttum gengur kenningin út á að samfellda landflæmið Evrópa-Asía krefst ráðandi miðlægs afls, rússneska keisaraveldisins frá 16. öld og kommúnista á 20. öld. Miðlæga aflið er nauðsynlegt til að halda jafnvægi og stöðugleika á kjarnasvæði landflæmisins. En um leið og jafnvægi og stöðugleiki er náð verður miðlæga aflið ógn við nágranna sína.
Eftir fall Sovétríkjanna brjótast út stríð á þessu svæði vegna skorts á miðlægu afli; í Téténíu, Georgíu og síðast Úkraínu. Rússland undir Pútín verður nýja miðlæga aflið og skapar festu. Sterkt Rússland þykir aftur ógn við Evrópu, Í valdamiðstöðum ESB-ríkja er stöðugur ótti um að Pútín sé með puttana í innanríkismálum Vestur-Evrópuríkja. Hræðslan nær til Bandaríkjanna, Trump er sagður hafa orðið forseti árið 2016 með stuðningi Pútín.
Landafræðikenningin um yfirvofandi stríð Bandaríkjanna og Rússlands gefur sér að Vestur-Evrópa verði hjálenda Rússlands - sem er svolítið langsótti - og ógni þar sem stöðu Bandaríkjanna.
Engu að síður er áhugavert að þrátt fyrir yfirlýstan áhuga Trump að vingast við Pútín kemur það fyrir lítið. Tortryggni einkennir samskipti stórveldanna.
Ef, umræðunnar vegna, það sé gefið að valdastreita aukist milli Bandaríkjanna og Rússlands þarf að gera ráð fyrir Kína í þeirri jöfnu. Kína er hvorki náttúrulegur bandamaður Bandaríkjanna né Rússlands. Trúlega þjónar það kínverskum hagsmunum að hæfileg tortryggni ríki á milli Rússlands og Bandaríkjanna án þess að til átaka komi.
Sakar New York Times um landráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.