Laugardagur, 15. júní 2019
Davíð: forysta XD nennir ekki flokknum
Davíð Oddsson skefur ekki af því í Reykjavíkurbréfi dagsins. ,,Síðustu árin hefur virst að forystusveitinni [Sjálfstæðisflokksins]sé nokkuð sama um hvað samþykkt sé á landsfundum, því að ekkert þurfi með það að gera."
Önnur tilvitnun:
Nú þykir fínt að reynslulítið fólk, sem hefur fengið pólitískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokkssystkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öllum illa.
Vinnubrögðin eins og þau voru fyrr á tíð:
Þótt forystuliðið væri gott var það liðsheildin og baráttuvilji félaganna sem úrslitum réði. Sjálfstæði var tilvísunin og ekki fengin frá auglýsingastofum eins og nú tíðkast. Stjórnarsáttmálar voru samdir af leiðtogunum sjálfum með yfirlegu og samráði en ekki af pólitísku aðstoðarfólki á meðan aðrir átu vöfflur.
Myndin sem dregin er upp af forystu Sjálfstæðisflokksins er hún nenni ekki flokknum. Forystan lítur á almenna sjálfstæðismenn sem ómarktækt fólk með vesen, ef það jánkar ekki stefnumálum sem forystan tekur upp á í stjórnarráðinu en ganga þvert á samþykktir landsfundar, samanber 3. orkupakkann.
Svo er það ,,ættarvitinn" sem á frændfólk í forystu flokksins. ,,En best væri þó að skátarnir segðu honum [Halldóri Blöndal] að ættarvitar hafi aldrei náð nokkurri átt. Aldrei."
Þegar forystan nennir ekki flokknum styttist í að flokksmenn nenna ekki að púkka upp á forystuna. En áður en það gerist fær flokkurinn skell í kosningum. Þannig virkar pólitík. Innanmeinin eru afhjúpuð í kosningum.
Athugasemdir
Ég held að skaði vöfflujórtratanna sé kominn yfir point of no return. Fordæmið er komið. Traustið farið. 90 ára afmælið var líkvakan.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2019 kl. 06:55
Það er svo leiðinlegt að horfa upp á flokk sem hefur alltaf haft lýðfrelsi sem sinn grunn til að byggja á er farinn að hallast að ráðstjórn.
Alfreð Dan Þórarinsson, 16.6.2019 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.