Sunnudagur, 2. júní 2019
Fasisti og maður fólksins - kjarni Trumpisma
Trump fékk kjör sem forseti Bandaríkjanna og nýtur enn traustra vinsælda. Borgarstjóri Lundúna kallar hann fasista og splæsir merkimiðanum á nokkra fleiri leiðtoga: Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, Marine Le Pen, leiðtoga franska Þjóðarflokksins, og Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins.
Þegar stjórnmálamenn með lýðræðislegt umboð fá ítrekað þann stimpil að vera fasistar gangi þeir gegn pólitískum rétttrúnaði er ástæða til að staldra við og spyrja um afleiðingarnar.
Haldi fram sem horfir verður fasisti virðingarheiti stjórnmálamanna sem mótmæla frjálslyndri alþjóðahyggju og djúpríkinu þar á bakvið.
Trunp og fleiri stjórnmálamenn af sama skóla ná árangri með einföld og sönn skilaboð: lýðræði þarf landamæri. Án landamæra ríkir siðleysi fjölmenningar sem splundrar samheldni þjóðfélagsins.
Hagfræði frjálslyndrar alþjóðahyggju, nýfrjálshyggja, ætti að drepa og grafa, segja jafnvel hófsemdarmenn eins og Joseph Stiglitz, sem seint verða sakaðir um Trumpisma.
Síðasta hálmstrá frjálslyndrar alþjóðahyggju er trúin á manngert veðurfar þar sem 16 ára sænsk skólastelpa er sett í hlutverk Jóhönn af Örk sem einfeldningslegur frelsari.
Trumpismi er viðbrögð við öfgum frjálslyndrar aljóðahyggju djúpríkisins.
Segir Trump eins og 20. aldar fasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mauður er ekki óvanur því að vera kallað'ur nasisti og fasisti henær sem maður stígur á tærnar á kommatittunum alvísu eða sumum netfíflunum sem eru sídritandi heimsku sinni á síður venjulegs fólks. Hjá þeim eer dauðaaök að hrósa Trump eða vara ósammála CO2 bullinu.
Halldór Jónsson, 2.6.2019 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.