Góða fólkið og Bára hljóðmaður í vondum málum

Bára hljóðmaður braut af sér þegar hún tók upp samtal þigmanna á Klaustri, segir stjórn Persónuverndar.

Almennt gildir að gögn sem aflað er með saknæmum hætti eru ómerk og ógild.

Frá nóvember, þegar Bára braut af sér með ólögmætri upptöku, hefur góða fólkið stigið stríðsdans á opinberum vettvangi með afrakstur brotamanns.

Mun góða fólkið biðjast afsökunar? Frýs í helvíti?


mbl.is Bára braut af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Klausturaparnir sögðu það sem þeir sögðu. Heldur þú að það hverfi bara með gögnunum, eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.5.2019 kl. 22:33

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þorsteinn Siglaugsson algóður, ávallt án nokkura hnjóða, hinn fullkomni aldreimistakaskíthæll, sem aldrei var tekinn á teip.....þrátt fyrir ruddalegt orðbragð um menn og málefni hefur talað. Hans staða gerir hann að dómara, því aldrei heyrðist til hans, eða upp voru tekin ummæli hans, í fyllerískjaftæði hans sjálfs, af samkynhneygðum öryrkja á leiðinni á æfingu.  Þorsteinn.... ertu virkilega með starfstitil? ......Lögverndaðan?

Halldór Egill Guðnason, 23.5.2019 kl. 01:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Almennt gildir að gögn sem aflað er með saknæmum hætti eru ómerk og ógild."

Þetta er ekki rétt. Þessi útilokunarregla sem margir þekkja úr bandarískum sjónvarpsþáttum um lögfræðidrama, gildir einfaldlega ekki á Íslandi. Þvert á móti gildir að íslenskum rétti svokölluð sannleiksregla sem felur í sér áherslu á að leiða hið sanna í ljós. Af henni leiðir að þó sönnunargagna hafi verið aflað með ólögmætum hætti geta þau komið til álita, ef þau eru að öðru leyti talin ábyggileg. Ólögmæti við öflun sönnunargagna er því óháð hugsanlegu sönnunargildi þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2019 kl. 02:14

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Það held ég ekki.  Klausturgrátkórinn hefur tapað á tveimur dómsstigum og þó Bára hafi verið fundin brotleg fyrir upptökuna var brotið ekki talið varða sektum.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.5.2019 kl. 04:41

5 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Þetta er villandi framsetning hjá þér Guðmundur Ásgeirsson þó sannleikskorn sé í enda er allt Klaustursmálið eitt herjans plat þ.e. sem eitthvert sakamál.

Í alvöru sakamálum þá gilda sérstakar reglur um meðhöndlun gagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Dæmi er um að rannsakendur hafi verið gerðir afturreka með slík gögn vegna þess. 

"...samanber Hrd. 8. febrúar 2008 (38/2008). Þar lét Hæstiréttur lögregluna bera hallann af því, að hún hafi látið hjá líða að gera grein fyrir því, á hvaða grundvelli hefði verið gripið til þeirrar rannsóknaraðgerðar að koma fyrir eftirfararbúnaði á bifreið manns."  https://skemman.is/bitstream/1946/14426/1/B_A_Katrin_Sigmundsdottir.pdf

Klaustursmálið var aldrei neitt sakamál þó framsetning þess í fjölmiðlum og víðar væri eins og svo væri. Eina sakamálið var sjálf upptakan ólögmæta. 

Upptaka Báru var ólögmæt en einnig valkvæm gagnvart þeim sem á staðinn komu af því að markmið hennar (upptökunnar) var augljóslega að koma pólitísku höggi á ákveðna aðila. Höggið reyndist að vísu klámhögg á marga vegu en nýttist æsifréttamönnum og rægitungum til að búa til óróa og læti úr því sem ekkert var annað en fylleríisröfl aðalega tveggja manna.

 Reyndar er einkennilegt í úrskurði persónuverndar að draga úr sekt Báru á grundvelli þess að málið hafi átt erindi til almennings sem sjáist á því hve sterk viðbrögð urðu við því. 

Málið átti aldrei neitt erindi til almennings, ekki frekar en hvert annað fylleríisröfl. 

Ásakanir tengdar hvarfi hundsins Lúkasar (eitt af fyrsta samfélagsmiðlafárinu) urðu ekkert réttari við það að margir tóku undir!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 23.5.2019 kl. 06:51

6 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

"Eitt af fyrstu samfélagsmiðlafárunum" átti þetta að vera.

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 23.5.2019 kl. 06:56

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í hnotskurn.

Klaustursmálið:

Löglegt en siðlaust.

Upptökur Báru Halldórsdóttur:

Ólöglegt og siðlaust.

Benedikt V. Warén, 23.5.2019 kl. 09:52

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já nákvæmlega; "Góða fólkið steig stríðsdans af einskærri gleði yfir afrekstri brotamanns." Rúv sem býður upp á fáa skemmtiþætti nema sér sniðna fyrir sósíalista (smbr.Gísla Marteinsþátt)náði þarna í gratís efni fyrir þá,eða hvaða erindi átti þessi upptaka svona ofurvenjuleg erfðavenja Íslendings í afslöppun frá vinnu,í ríkisútvarp?  

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2019 kl. 13:16

9 Smámynd: Baldinn

"ofurvenjuleg erfðavenja Íslendings í afslöppun frá vinnu ".   Frábær setning.   Reyndar var þetta á vinnutíma en hverjum er ekki sama.

Baldinn, 23.5.2019 kl. 13:27

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já vinur ,eg veit það var pása bara löt eftir Alþingishorfið í nótt..

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2019 kl. 13:39

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Í hnotskurn.

Klaustursmálið: Löglegt en siðlaust.

Upptökur Báru Halldórsdóttur: Ólöglegt og siðlaust.""

Benedikt V. Warén, 23.5.2019 kl. 09:52

Stórgott innlegg.

Guðmundur Jónsson, 23.5.2019 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband