Engin orkustefna, bara orkupakki

Íslensk stjórnvöld hafa enga orkustefnu, segir í fréttum RÚV, aðeins þá stefnu að ESB eigi að hafa forræðið í raforkumálum þjóðarinnar.

Einmitt vegna þess að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa rætt í þaula málefni 3. orkupakkans hafa þessar upplýsingar komið fram og aðrar mikilvægar.

Ef ekki nyti varðstöðu Miðflokksins og Flokks fólksins hefði djúpríki embættismanna og sérhagsmunafla tekist að smeygja auðlindaklafa á þjóðina án umræðu.

Það er ekki málþóf að særa fram upplýsingar og rök um mikilsverð málefni. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vinna þjóðþrifaverk. 

Við kjósendur eigum að hvetja þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins til dáða og verðlauna frammistöðuna með atkvæði okkar í kosningum.


mbl.is „Bersýnilega málþóf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála

Benedikt Halldórsson, 21.5.2019 kl. 14:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hefði ekki að óreyndu talið hægt að hrekja mig frá Sjálfstæðisflokknum. En sveimér ef forustunni er ekki að takast það.

Ragnhildur Kolka, 21.5.2019 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband