Þriðjudagur, 21. maí 2019
Fjöldahreyfing gegn 3OP - best að fresta
Á alþingi leiðir Miðflokkurinn fjöldahreyfingu gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB. Til varnar eru talsmenn djúpríkisins og ESB-sinnar.
3. orkupakkinn var samþykktur af ESB árið 2009. Ekkert liggur á að samþykkja pakkann á Íslandi, enda erum við ekki tengd orkuneti ESB.
Best fer á því að fresta samþykkt 3. OP og efna til umræðu um EES-samninginn, sem er í uppnámi vegna Brexit. Þegar Bretar og ESB ná samkomulagi um frambúðarfyrirkomulag úreldist EES-samningurinn. Það verður ekki pólitískt verjandi á Íslandi og í Noregi að búa við lakari kjör en Bretland gagnvart ESB.
Látum skynsemina ráða, - frestum 3. orkupakkanum.
Miðflokksmenn með 251 ræðu og svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Látum skynsemina ráða, kanntu annan???
Sigurður I B Guðmundsson, 21.5.2019 kl. 11:00
Góður Sigurður, hehe! -- orðinn alvanur þolandi íslenzkrar ábyrgðarleysispólitíkur.
Betri er þó hinn raunsæi og þjóðholli Páll, þótt djarfar séu væntingar hans.
Jón Valur Jensson, 21.5.2019 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.