Ósjálfstæðisflokkur djúpríkisins

Sjálfstæðisflokkurinn fórnaði innihaldinu fyrir ásýndina. Áferðafalleg forysta flokksins felur þá staðreynd að móðurflokkur íslenskra stjórnmála er verkfæri embættismanna djúpríkisins.

Djúpríkið vildi ekki draga ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar tilbaka. Djúpríkið vill innleiða 3. orkupakkann til að færa náttúruauðlindir Íslands undir valdamiðstöðina í Brussel.

Þeir stjórnmálamenn sem fá framgang innan flokksins en eru djúpríkinu ekki þóknanlegir, Hanna Birna og Sigríður Andersen, eru umsvifalaust skotnir í kaf. Þægu og stilltu krakkarnir fá að sitja áfram. Börnin í klíku djúpríkisins eru aftur sannfærð um að heimurinn sé þeirra.

Djúpríkið er með það sterk tök á flokknum að þingflokkur sjálfstæðismanna þegir þunnu hljóði um mesta álitamál íslenskra stjórnmála frá Icesave, - 3. orkupakkann.

Þegar það rennur upp fyrir kjósendum að Sjálfstæðisflokkurinn er skrautlegar umbúðir um nakið embættismannavald snúa þeir baki við flokknum í meira mæli en í kosningunum strax eftir hrun. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir leikbrúðum í búningi stjórnmálamanna.

Það hlakkar í öðrum stjórnmálaflokkum að horfa á Ósjálfstæðisflokk djúpríkisins taka á sig mynd pólitísks ómöguleika. Það verður aldeilis upplit á sætu krökkunum í brúnni á mb. XD þegar ískaldur veruleikinn rífur byrðinginn og fleyið sekkur í beinni útsendingu á kosninganótt.  


mbl.is Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er þyngra en tárum taki að horfa uppá stefnuleysi flokksins. 

Ragnhildur Kolka, 20.5.2019 kl. 15:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Leyfist mér þá að vona!? Ef allt þetta er að gerast, að vondu stjúpu Djúpríkisins leysist höfn.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2019 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband