Rósa B. flýgur en aðrir eiga að skammast sín

Rósa B. Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir lofthita á jörðinni hækka af mannavöldum og kallar á ,,róttækar samfélagsbreytingar". Samtímis trúboðinu flýgur Rósa B. eins og enginn sé morgundagurinn - og allt á kostnað skattgreiðenda.

Rósa B. flaug á síðasta ár fyrir þrenn útborguð mánaðarlaun meðalmannsins, 1,2 milljónir króna. Þingmaðurinn er í hlutverki bindindispostula sem hallmælir áfengi en stundar sjálfur dagdrykkju.

Tvær flugferðir til Evrópu menga jafnmikið og einn fjölskyldubíll á ári, segir umhverfisverkfræðingur. Rósa B. ein og sér mengar sem nemur nokkrum fjölskyldubílum á ári. En það eru aðrir sem eiga að skammast sín, breyta lífsháttum sínum. 

Tvöfalt siðferði Rósu B. er lýsandi dæmi um hroka valdafólks sem býður almenningi sult og seyru en lifir sjálft í vellystingum praktuglega.


mbl.is Þúsund flugferðir þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þess vegna á hún bjarta framtíð i stjórnmálum!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.5.2019 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband