Kristni og konungsvald, orkupakki og ESB-vald

,,Sérkenni á kristnun Íslendinga var að þeir hleyptu Kristi inn í landið en héldu konunginum fyrir utan," skrifar Gunnar Karlsson um valdakerfi þjóðveldisins, gullaldar Íslendinga.

Orkupakkasinnar á alþingi taka annan pól í hæðina. Þeir segja efni orkupakkans snúa að neytendavernd og samkeppi. En í stað þess að efla neytendur með íslenskum lögum vilja þeir flytja forræði auðlindanna til Brussel. Eins og það sé háborg neytenda en ekki valdahreiður stórbokka.

Þriðji orkupakkinn flytur inn í landið útlent vald, sem tekur ekki minnsta tillit til hagsmuna 300 þúsund Íslendinga þegar hagur 500 milljóna Evrópubúa er í húfi.

Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á meirihluta alþingismanna svo snauða af dómgreind og heilbrigðri skynsemi að þeir selja fjölskyldusilfur þjóðarinnar í hendur útlendinga í nafni ESB-trúar.

Að sama skapi hljótum við að lofa snarpan málflutning Miðflokksins og Flokks fólksins. Á alþingi eru ekki aðeins aumar liðleskjur, - þótt þær séu illu heilli í meirihluta til næstu kosninga.


mbl.is Héldu uppi málþófi um orkupakkann í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað gerist ef Miðflokkurinn kemst í stjórn eftir næstu kosningar, verður þá hægt að bakka út úr þeirri ófæru sem nú stefnir í?

Benedikt V. Warén, 16.5.2019 kl. 13:18

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er eitthvað að gerast á bakvið þykk tjöldin sem við vitum ekki um. Á sama tíma er ríkið að lofa fjölmiðlum fé. 

Ég tel að það sé samhengi á milli orkupakkans, samningsins í Marokkó, hinnar nýju trúar á loftslagsbreytingar af mannavöldum og "flóttamannavandandans".   

En eftir að fólk kastaði trúnni, var það í lausi lofti, án þjóðríkis, himnaríkis og  helvítis, og trúir nú hverju sem er.  

Hin nýja frelsaða elíta sameinast öðru hvoru og flýgur hnöttinn þverann og endilangan til að skála i kokteilboðum og leysa vanda heimsins.

Eftirfarandi pælingar skrifaði ég á sama tíma og Guðlaugur Þór tók þátt í að bjarga mannkyninu í Marokkó. 

Samningurinn sem engin les. Sagt er að samningurinn sé ekki bindandi og að ekki standi til að breyta íslenskum lögun. En samningurinn er pólitísk yfirlýsing og leiðarvísir um að skerða málfrelsi og umturna samfélaginu. Hann markar framtíðina sem hvorki er rædd á þingi né kynnt fyrir þjóðinni. Undirskrift er viljayfirlýsing sérfræðinga sem setja þjóðinni framtíðarmarkmið án þess að spyrja hana álits. Til hvers að skrifa undir texta sem er hvorki í samræmi við íslensk lög og hefðir og þrengir að málfrelsinu?

"Upphaf málsins má rekja til leiðtogafundar undir merkjum SÞ um málefni flótta- og farandfólks á árinu 2016. Frá texta samþykktarinnar var gengið af 191 ríki á vettvangi SÞ í júlí 2018. Þá hafnaði Bandaríkjastjórn ein aðild að henni. Samþykktin hefur ekki lagalegt gildi en hins vegar pólitískt. Verður textinn lagður fyrir allsherjarþing SÞ til afgreiðslu. Markmið er að tryggja réttarstöðu farandfólks innan þessa alþjóðlega ramma. Í samþykktinni er ákvæði þar sem „áréttaður er fullveldisréttur ríkja til að ákveða eigin farandmálastefnu og áskilinn réttur þeirra til að stjórna ferðum farandfólks innan eigin lögsögu í samræmi við alþjóðalög“."

Í samningnum er gert ráð fyrir að hægt sé að koma á nýrri veröld friðar og vináttu, þar sem allir bera virðingu fyrir öllum. Höfundarnir hafa engar efasemdir um að leiðarvísir þeirra sjálfra um umfangsmestu þjóðflutninga í sögu mannkynsins geti klikkað. Bara það hringir viðvörunarbjöllum. Það verður ólöglegt að gagnrýna hinn uppskrúfaða texta. Það segir allt sem segja þarf til að honum verði hafnað með öllu. En ekki nóg með það, heldur á líka að útrýma rasisma og xenofóbíu og hverskonar mismunun af öllu tagi í leiðinni. Einnig óþoli gagnvart innflytjendum og fjölskyldum þeirra. Það er 112 sinnum minnst á rétt innflytjanda. Einu hugsanlegu glæpirnir sem höfundarnir hafa áhyggjur af, eru viðhorfsglæpir gestgjafanna sem á að uppræta með samstilltu átaki allra stofnanna. Manni rennur kalt vatn milli skins og hörunds við lesturinn. Stjórnseminn og ákafinn er of mikill. Textinn er of "góður" til að vera sannur. Bjartsýnin er sturluð eins og í langtímaáætlun Sovéska kommúnistaflokksins. Það vottar ekki fyrir raunsæi og jarðtengingu en miklu púðri eitt í áróður gegn gestgjöfunum. Það er undir þeim komið að risaþjóðflutningar gangi vel, ekki óraunsærri fantasíu höfundanna. Þar sem gestgjöfunum er ekki treystandi til orðs og æðis þarf að koma á gamalkunnri ritskoðun, alræði, ótta, skrifræði og refsingum svo að allt gangi nú snurðulaust fyrir sig. Andi Maó, Stalíns og Lenins og annarra einræðisherra svífur yfir vötnunum en nú áróðurinn ekki eins ruddalegur og hrár eftir að hafa verið prófarkalesinn og snyrtur á auglýsingastofum. Samningurinn ber þess merki að menn með mikilmennskubrjálæði hafi samið hann. Það er ekki bara ömurlegur skottulæknisandi yfir textanum. Allskonar þvingunum og bellibrögðum er beitt til að þvinga fólk til að drekka galdraseiði skottulækna UN sem eru of góðir með sig til að vera sannir enda eru þeir andlitslausir og valdalausir bíríókratar sem gera eins og þeim er sagt. Heilvita fólk með ábyrgðartilfinningu og hefur eðlilegar efasemdir um snilligáfu sína skrifar ekki manúel fyrir allt mannkynið og kennir svo öðrum um þegar hann klikkar með því að fangelsa það. Það versta er að það eru miklar líkur á að þær þjóðir sem skrifa undir að muni sýna lit með að gera það fljótlega að glæp að gagnrýna komu ólöglegra innflytjenda. Það er svo ódýrt í framkvæmd. Það er eins og það ákvæði hafi þegar tekið gildi. Það er grunsamleg grafarþögn í landinu um samninginn - í öllum löndum reyndar. Af hverju þegja fjölmiðlar? Í samningnum er talað um ríkið eigi að endurmennta blaðamenn. Er mig að dreyma? Í landi þar sem engin mál eru svo léttvæg að ekki megi rífast um þau árum saman, eru nánast engar efasemdir um samningin.

"Refugees and migrants are entitled to the same universal human rights and fundamental freedoms, which must be respected, protected and fulfilled at all times."

Ef allir hafa sama rétt og ríkisborgararéttur einstakra þjóða veitti áður, er í raun verið að leggja þjóðir niður sem er einmitt markmiðið sem að hefur verið stefnt í áratugi. Sagt er að samningurinn sé ekki bindindi og að Ísland geri ákveðna fyrirvara í 34 blaðsíðna, 16 þúsund orða samningi. Engar áhyggjur krakkar segja sumir og benda á UN merkið sem gæðavottorð. Það er til lítils að fá bakþanka þegar UN erindrekar sem engin veit í hvaða umboði starfa í raun, krefjast þess að við stöndum við það sem við skrifuðum undir. "Til hvers voruð þið að skrifa undir ef þið meintuð ekkert með því" er góð spurning ef þjóðin sem ekki var spurð álits fyrir undirskrift, lýst ekki á blikuna þegar kemur að fyrstu útborgun og fyrsta afsali eftir að tímabundnir fyrirvarar renna út. Orð skulu standa. Það er bara þannig. Sá sem lofar vinum sínum greiða kemur ekki með ómerkilegar afsakanir eftirá. Íslendingar lofa að sækja íslenska ríkisborgara til saka sem setja út á komu innflytjanda frá þriðja heims ríkjum og lofa líka að loka fjölmiðlum sem lofsyngja ekki samningin. Kannski er hægt að afsaka vanefndir ef skattgreiðendur gera uppreisn að hætti Parísarbúa #YellowVests. Það kostar hinsvegar skattgreiðendur "ekkert" að standa við þann hluta loforðsins að sækja einn og einn til saka og loka óþekkum fjölmiðlum?

Samningurinn er til framtíðar. Hann verður uppfylltur í fyllingu tímans. Án fulls málfrelsis #FreeSpeech verðum við þöglir og hlýðnir þrælar. Það stefnir í það. Hver á annars að túlka samningin? Hann túlkar sig varla sjálfur. Af hverju er verið að taka áhættuna? Til hvers? Fyrir hvern?

"Promote independent, objective and quality reporting of media outlets, including internetbased information, including by sensitizing and educating media professionals on migration-related issues and terminology, investing in ethical reporting standards and advertising, and stopping allocation of public funding or material support to media outlets that systematically promote intolerance, xenophobia, racism and other forms of discrimination towards migrants..."

Ólöglegir innflytjendur verða löglegir en þeir sem setja út á að ólöglegir innflytjendur streymi til landsins verða hinir ólöglegu. Það er talað um að "við" eigum að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist í heimalöndunum að fólk leggi land undir fót. Hljómar vel? Nei. Lífskjör og velferðarkerfi vesturlanda hafa gríðarlegt aðdráttarafl, auk góðra laun og mannréttinda. Á að skera velferðina niður og lækka laun til að koma í veg fyrir að fólk komi nema í brýnustu neyð? Er það markmiðið? En stjórnvöld munu sjálfsagt fá nákvæmar leiðbeiningar hvað samningurinn þýði í raun, hversu há óútfyllta ávísunin eigi að vera og hverju við þurfum að afsala. Hvað ef "okkur" tekst ekki að "jafna" kjörin í heiminum? Eigum við þá að taka á móti öllum sem vilja koma af því að það eru mannréttindi þeirra að fá að koma og að sama skapi brot á mannréttindum að veita þeim ekki landvist og húsaskjól. Það er tap / tap staða fyrir almenning sem mun ekki sitja með hendur í skauti og láta það yfir sig ganga. Það verður uppreisn gegn öðrum Makrónum sem eru eins og kjölturakkar í frakkavasa voldugra glóbalista. En elítan vill ekki sjá hættumerkin og siglir að fyrrisjáanlegum feigðarósi. Hún skiptist á að bjóða öðru fínu fólki til skrafs og ráðagerða um framtíð heimsins yfir borðhaldi og kertaljósum í boði - hvers? Kósí. Svo er skálað í eðalvínum við valdamenn sem engin kaus sem vilja að heimurinn verði eitt opið leiksvæði. 20 þjóðir hafa ákveðið að skrifa ekki undir. Það er nefnilega fráleit vitleysa að skrifa undir hugsanlega skerðingu á málfrelsi, í blindni og út í bláinn til að þóknast andlitslausum bírókrötum. Stjórnmálamenn verða að skynja vilja þjóðarinnar sem er mjög góður kompás til að koma í veg fyrir árekstur við ísjaka á grobbsiglingu um ókunnug höf. Yfirgnæfandi meirihluti fólks er nefnilega ekki með persónuleikatruflun. Kannski fer allt á besta veg en það er ólíklegt vegna sjálfhverfu og viðkvæmni þingmanna sem standa varla undir sjálfum sér, hvað þá að þeir geti staðið í lappirnar fyrir hönd þjóðarinnar þegar meira á reynir. Það er ólíklegt að þingmenn sem upplifa vanlíðan í vinnunni séu færir um annað en að vorkenna sér. Þeir eru auðveld bráð svikahrappa og hrekkjalóma.

 

Benedikt Halldórsson, 16.5.2019 kl. 13:24

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sérkennilegur málflutningur Njáls Trausta Friðbertssonar, að það þurfi Orkupakka/3 til að koma rafmagni á tryggan hátt til Suðurnesja, Vestfjarða, Eyjafjarðar og Norð-Austurhornsins.

Hvað er hann að fela?  Eigin vangetu til að þoka góðum málum áfram? Nóg hamast maðurinn í sínum prívat áhugamálum innan fjallahringsins í Eyjafirði.

Benedikt V. Warén, 16.5.2019 kl. 13:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tók alltaf pásu meðan Njáll lauk sér af eftir fyrstu æsinga ræður hans. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2019 kl. 17:31

5 Smámynd: Merry

Sælir alla

Ég get séð íslenskt samfélag fara mjög illa í framtíðinni vegna samninga sem stjórnvöld hafa gert við ESB um íslenskan rafmagn og Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega samninginn um örugga, skipulega og reglubundna fólksflutninga í Marrakech Marokkó.

Af hverju eru Íslendingar ekki heimilt að greiða atkvæði um þessi MJÖG mikilvægu atriði sem gætu haft áhrif á líf sitt og líf þeirra börns. 

Ég held að ríkisstjórnin sé mjög mikið fyrir ESB og ekki fyrir Íslendinga. Þeir selja Ísland ekki til þeirra en gefa það í burtu.

ESB eru að nota Ísland - hvað heldur þig ? Erum víð ekki betur en það ? Við erum best eins og víð erum - án þetta EU. Við þurfum þeim EKKI.

Merry, 16.5.2019 kl. 19:59

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér sýnist líka Merry að nú hafi fokið í Íslendinginn,honum sé nóg boðið.
Fjölmennum á laugardag á Austurvöll.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2019 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband