Áslaug: Ísland beygir sig fyrir Noregi

Ísland þarf að beygja sig fyrir norskum hagsmunum í 3. orkupakkanum, segir Áslaug Arna þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndaráliti.

Áslaug Arna skrifar undir álitið sem formaður utanríkismálanefndar. Hún gerir keypt sérfræðiálit svissnesks lögmanns að sínu: ,,Ísland væri bundið af hollustuskyldu gagnvart Noregi og Liechtenstein og taka yrði tillit til lögmætra hagsmuna þeirra við innleiðinguna."

Hvað er Áslaug Arna að gera á alþingi Íslendinga sem talsmaður norskra hagsmuna? Og hvað er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að hugsa? Er einbeittur vilji að gera Sjálfstæðisflokkinn að 3 prósent flokki norskra hagsmuna á Íslandi?


mbl.is Deilur um pakkann halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Normenn gáfu okkur "fingurinn" þegar við báðum þá um aðstoð í "hruninu" er fólk búið að gleyma því?

Sigurður I B Guðmundsson, 15.5.2019 kl. 10:03

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki óþarfi að verða við vilja norskra?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.5.2019 kl. 10:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hryllingur að hugsa til þess hvernig forysta þessa "Sjálfstæðisflokks" vill niðurlægja land og og þjóð -- og eigin flokksmenn.

Jón Valur Jensson, 15.5.2019 kl. 12:48

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Varaðu þig bara á Norðmönnunum, sagði norðmaður við mig í flugvél á leið til norður Noregs, þar sem eg var á leiðinni að kaupa Bát.

Og eg hefði betur tekið aðvarinar hans alvarlega.Þeir sviku mig í öllu í sambandi við Bátinn, viðgerðir og yfirferð á vélumm og tækjum.

Allstaðar ligi og svik.

Óskar Kristinsson, 15.5.2019 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband