Fótbolta-Dunkirk

Bæði Liverpool og Spurs voru úr leik í meistaradeildinni. Eftir 0-3 tap í Barcelona annars vegar og hins vegar 0-3 stöðu í Amsterdam fyrir síðustu 45 mínútur af 180 mínútna leiktíma.

En Liverpool vann seinni leikinn fjögur núll og Spurs skoraði þrjú í seinni hálfleik. Sigur andspænis ósigri í Evrópu er Dunkirk-þema frá seinna stríði þegar breski herinn bjargaði sér frá tortímingu herja Hitlers.

Fótbolta-orustur eru saklausari en bardagar með sprengjum og stáli. Tilfinningar áhorfenda eru þó sömu ættar. Sigur gefur stolt, tap er niðurlægjandi. Það sem gerist á vígvellinum fær djúpa pólitíska merkingu heima fyrir. Sigursælir rómverskir herforingjar með pólitískan metnað fóru sigurför um borgina eilífu og sýndu herfangið. 

Alenskur úrslitaleikur er niðurlæging fyrir meginlandið. Evrópu-dollan er herfang sem fær virðingarskrúðgöngu annað hvort í London eða Liverpool. Handan Ermasunds sitja hnípnar þjóðir í vanda og líður eins og Brexit sé frágenginn breskur sigur, - án þess að Trump þyrfti að lyfta litla fingri. Enda spilar hann annars konar fótbolta.


mbl.is Sögulegt afrek hjá ensku liðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband