Peningar fyrir fullveldi

Þriðji orkupakkinn veitir ESB aðgang að ákvörðunum um náttúruauðlind okkar. Við verðum aðili að orkusambandi ESB, sem hefur það að yfirlýstu markmiði að ,,útrýma orkueyjum" með samtengingu raforkukerfa.

Sæstrengur verður lagður til Íslands, það er yfirlýst stefna orkusambands ESB. Peningar eru í boði

ESB býður fjárstuðning, auk annars stuðnings, til að byggja nútímalegt og samhæft orkukerfi um alla Evrópu
EU funding and other forms of support are helping to build a modern, interconnected energy grid across Europe.

Atvinnulífið hugsar um skammtímahagsmuni þegar það vill fórna fullveldi fyrir peninga. En það er einmitt á grunni fullveldis og forræðis þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem Ísland er öfundsvert land að búa í. Orkunýlenda ESB er ekki hugguleg framtíðarsýn. 


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

"Ég er ekki að hafa á móti úlendum áhrifum.  Menníng heimsins er fólgin í því að þjóðirnar noti sér af hugviti hver annararrar en ekki að þær gerist trosberar hver annarrar eða handbendi."
Halldór Laxness, 1. desember 1955

Júlíus Valsson, 8.5.2019 kl. 10:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

ESB býður fjárstuðning, auk annars stuðnings, til að byggja nútímalegt og samhæft orkukerfi um alla Evrópu
EU funding and other forms of support are helping to build a modern, interconnected energy grid across Europe.

ESB býður gull og græna skóga fyrst í stað en álögurnar sem settar verða á notendur munu greiða þeim til baka og gott betur. Hverjum dettur í hug að treysta loðnum loforðum um eitthvað sem ekki er í hendi?? Jú, stjórnmálamönnum sem þiggja mútur og atvinnulífið sem sér fyrir sér gróða til skamms tíma svo hægt verði að taka sér arð. Er það ekki??????

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.5.2019 kl. 11:33

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einu sinni var þessi sölumennska kölluð Aronska og þá var það Kaninn. 

Ragnhildur Kolka, 8.5.2019 kl. 12:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hversu lengi hafa Esb,menn í stjórnarstöðu undanfarin 10 ár,vitað um áætlun ESB í að gera Ísland að orkunýlendu sinni. Trúlega fleiri en einn og minnist ég sérstaklega viðtals á Rúv við Valgerði Bjarnadóttur,eftir dóminn í Icesave sem olli henni greinilega vonbrigðum. Fyrir mér hljómuðu ummæli hennar þá eins og hótun (ekki orðrétt); "Ísland mun ganga í Evrópusambandið það er engin spurning þótt seinna verði".     

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2019 kl. 13:39

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég veit ekki betur en að við höfum komist af án aðstoðar ESB varðandi orkumál og við höfum ekki átt í erfiðleikum með að selja þá orku.  Það er hinsvegar vegna fyrsta og annars orkupakka að á reikningum er Raforka frá Íslenskum  vatnsorkuverum sögð vera framleidd með kolum, olíu, gasi og kjarnorku.   

Hann ríður ekki við einteyming aumingjaskapur þeirra drellinefja sem hafa fengið stól hér heima en þvaðra frásér ærunna erlendis.

   

 

Hrólfur Þ Hraundal, 8.5.2019 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband