Fimmtudagur, 2. maí 2019
Katrín Jakobs og efinn
Orkupakkinn er krafa ESB um að fá íhlutunarrétt í raforkumál Íslendinga. Um það er ekki deilt. Álitamálið er hve víðtæk áhrifin verða. Ekki er heldur um það deilt að orkupakkinn markaðsvæðir rafmagn og þar með náttúruna; þess sjást þegar merki.
Rök þeirra sem vilja samþykkja orkupakkann eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að orkupakkinn breyti litlu sem engu og því sé óhætt að samþykkja hann. Í öðru lagi að það litla sem breytist sé jákvætt, samanber að færa rafmagn frá samneyslu í einkarekstur.
Greining ASÍ á orkupakkanum snýst einmitt um áhrif hans á sameign þjóðarinnar á orkuauðlindinni. Raforka er grunnþjónusta sem almannavaldið á að stýra en ekki einkaframtakið.
Deilan um orkupakkann hefur þegar klofið Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Framsóknarflokkurinn, með Frosta í fyrirsvari Orkunnar okkar og Guðna með sér, er einnig klofinn. Andstaða ASÍ við orkupakkann opnar nýja víglínu sem liggur þvert í gegnum bakland Vinstri grænna. Drífa forseti ASÍ er vinstri græn.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þarf ekki annað en að anda frá sér efasemdum um 3. orkupakka ESB og málið er dautt.
Í grunninn er Katrín varkár stjórnmálamaður og raunsær. Eins og umræðan hefur þróast væri fullkomið stílbrot af hálfu Katrínar að efast ekki um skynsemi þess að innleiða þriðja orkupakkann.
Breytt afstaða ASÍ til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Orkupakkinn er krafa ESB um að fá íhlutunarrétt í raforkumál Íslendinga. Um það er ekki deilt." - Jú, um það er deilt. Þeir sem vilja samþykkja geta vitnað í reglurnar, en hinir sem eru á móti tjá tilfinningar sínar. Svo eru þeir þriðju sem sigla undir fölsku flaggi og ætla að nota 3O til að eyðileggja EES samninginn.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.5.2019 kl. 10:06
Góð Grein Páll. Eins og þú segir þá hefir orkupakki ESB ekkert að gera uppá pallborð okkar Íslendinga að gera.
Valdimar Samúelsson, 2.5.2019 kl. 11:46
"Svo eru þeir þriðju sem sigla undir fölsku flaggi og ætla að nota 3O til að eyðileggja EES samninginn"
Hvaða beinir kpstir fylgja samþykkt O3 fyrir Ísland?
Vill komandi Alþingi ekki verslun með orku yfir landamæri?
Halldór Jónsson, 3.5.2019 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.