Föstudagur, 19. apríl 2019
Loftslagstrú, sálfræði og krossfesting vísinda
Óttinn við dauðann er manninum eðlislægur. Annar eðlisþáttur tegundarinnar er sektin; af hverju er ég lifandi en aðrir dauðir/dauðvona eða lifa ömurlegu lífi?. Trú svarar ótta og sekt.
Kristna útgáfan boðar eilíft líf annars vegar og hins vegar að Jesú hafi dáið fyrir sekt/syndir mannanna endur fyrir löngu.
Veraldleg vesturlönd nenna ekki lengur kristni. Hjá stórum hópi fólks er loftslagstrú staðgengill opinberunar og þjónar sama hlutverki, að sefa ótta og milda sektarkennd. Loftslagstrúaðir telja ragnarök á næsta leiti og lifa í dauðaangist. Í annan stað líður þeim illa í allsnægtum og finna til sektar.
Loftslagstrú segist byggja á vísindum, líkt og eingyðistrú byggir á opinberun. Þegar loftslagstrúnni verður sópað undir teppið sem álíka bábilju og þúsaldarvanda tölvukerfa verða vísindin krossfest fyrir að leggja nafn sitt við trúarsefjunina.
Loftslagstrú getur ekki svarað einföldustu spurningum, t.d. hvert er kjörhitastig jarðarinnar? En samt flykkist fólk í þessa kirkjudeild og efnir til mótmæla og hávaða til að hrella fólk til fylgilags við sértrúarhópinn.
Loftslagsváin er þögul ógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sælir eru einfaldir því þeir njóta lífsins á ferð og flugi.
Ragnhildur Kolka, 19.4.2019 kl. 18:10
Amen, Ragnhildur, og gleðilega páska.
Páll Vilhjálmsson, 19.4.2019 kl. 18:23
Örplastmengun er mun stærra vandamál, en erfitt að mótmæla því sem sést ekki..
Guðmundur Böðvarsson, 20.4.2019 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.