Ég-veit-ekki, ég-skil-ekki þingflokkurinn

ESB bjó til orkusamband (energy union) árið 2015 á grunni orkupakka 1-3, sem höfðu verið samþykktir frá árinu 2005 þegar orkustefna ESB var mótuð. Þriðji orkupakkinn, sem er til umræðu á alþingi Íslendinga, var samþykktur af ESB árið 2009

Samandregið: á tíu ára tímabili, 2005 til 2015, verður fyrst til sameiginleg orkustefna ESB og síðan orkusamband.

Ef Ísland samþykkir 3. orkupakka ESB verðum við hluti af orkusambandi ESB. Yfirlýst markmið orkusambandsins er eitt orkunet fyrir öll aðildarríkin. Það á að útrýma orkueyjum. Ef Ísland verður aðili að orkusambandi ESB er það ekki spurning hvort heldur hvenær sæstrengur veriður lagður til Evrópu. Sæstrengurinn hefur í för með sér að við glötum kostum þess að eiga og stjórna okkar rafmagni.

Allir læsir skilja út að hvað orkusamband ESB gengur. En, óvart, þá er heill þingflokkur á Fróni sem harðneitar að skilja. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma fram í halarófu á síðum Morgunblaðsins og segja allir það sama: ég-skil-ekki, ég-veit-ekki út á hvað orkusamband ESB gengur.

Þingmennirnir vilja að þjóðin tileinki sér valkvæða heimsku og fallist á 3. orkupakka ESB. Sjaldan hafa jafn fáir gert jafn mörgum hættulegan grikk. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ekki á vetur setjandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Engar áhyggjur Páll, nafni þinn Magnússon veit þetta allt, sjá grein eftir hann í MBL í dag (20 apríl) á bls.25!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 20.4.2019 kl. 16:32

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er með öllu óskiljanlegt, eða hver stjórnar heilaþvotta stöð Sjálfstæðisflokksins?  Ég tel að Þorgerður Katrín hafi blásið frostinu inn um eyru Bjarna B. Þá hann snérist 180 gráður í ICSAVE málinu forðum.  Ef svo er ekki þá er það annað og falskara sem að var að gerjast í frostinu hjá Bjarna B. Þessa örlaga daga í ICSAVE málum. 

En svo fór Katrín og Bjarni sá svo mikið eftir henni að hann gat vart á heilum sér tekið. Ýmsir töldu að fyrir flokkinn væri það til mikilla bóta að losna við þennan róttæka Evrópusósíalista  og því kom  þessi mikli söknuður B. B ýmsum á óvart, en gæti samt skýrt ýmislegt bæði fyrir og eftir.

Þetta Pakka mál er einfalt fyrir okkur íslendinga því að í því er ekkert fyrir okkur annað en vandræði síðar.   Í þessu máli kemur kjánaskapur og hroki Norskra stjórnvalda gagnvart Norskum almenningi okkur ekki við, en ég hef vissa samúð með Norskum almenningi, því að lenda í eiturvef ESB er ekki svo einfalt að losna úr. 

Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2019 kl. 18:10

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Má ekki reikna með að félagar í Sjálfstæðisflokknum gangi í halarófu úr flokknum ef þingmenn hans fara ekki að vilja grasrótarinnar?

Ágúst H Bjarnason, 20.4.2019 kl. 18:11

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

ALDREI hefur sjálfstæðisflokkurinn haft eins ömurlega forystu og þingmenn og hann hefur í dag. Trojuhestar hafa komið sér fyrir þar og formaðurinn virðist bara ánægður með það. Landsfunda samþykktir skiptir hann engvu máli, enda eru fjöldskylduhagsmunir meira metnir en þjóðar.

Fyrir ári síðan sagði Bjarni þetta, (tekið af síðu Gunars Rögnvaldssonar)

"Virðulegi forseti. Bara til að afgreiða þessa síðustu spurningu skýrt: Auðvitað styðjum við EES-samninginn, aðild okkar að honum og betri framkvæmd hans. Um það höfum við haft forgöngu hér í þinginu að ræða og gefið út sérstakar skýrslur í því efni og reyndar utanríkisráðherra með sérstaka áherslu á framkvæmd EES-samningsins.

Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi hv. þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? (ÞorstV grípur fram í: Við erum þegar undir því.) Já, vegna þess að við erum þegar undir því? Eru það rök, hv. forseti? Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?

Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði (Forseti hringir.) að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað séu mál sem tengjast ekki beint innri markaðnum. Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál. Síðan eru atriði í löggjöfinni sem við erum þegar búin að innleiða(Forseti hringir.) sem er sjálfsagt að halda áfram að aðlaga að samningnum. (Gripið fram í: Og þið hafið ekki gert.)"

Hvað gerðist síðan þá er með öllu óskiljanlegt að skilja.

Eina sem manni dettur í hug eru feitir bankareikningar í boði

Brussels til að ná þessu í gegn.

Þó Bjarni telji sig "Icehot 1", ískaldur í sínu mati með "Ice save",

vafnigalaus og með áskrift uppá 135 milljarða fyri sína ætt,

ætlar fólk að treysta því sem frá honum kemur..??

Hvað þarf mikið til að almenningur átti sig á því að þingheimur

allur, er ekki að vinna fyrir þjóðina heldur sérhagsmuni sem

bara verður til þess að Jón og Gunna þurfa að þræla enn meira

svo þetta lið hafi það enn betra.

Nógu mikið er búið að fórna.

En er ekki komið nóg..???

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.4.2019 kl. 19:53

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Og markmiðið er með orkapakkanum er? Það er ekkert markmið. Það eru engin tengin við þjóðina. 

Þegar landhelgin var færð í 200 mílur vissu allir hvað málið snerist um. Þá var ekki talað um landhelgispakka númer þrjú sem kæmi á eftir pakka númer tvö, á sama hátt og árið 2019 kemur á eftir 2018. Hver er á móti nútímanum? Jú, afturhaldseggir allra flokka sem eiga svo sem ekkert sameiginlegt annað en vita ekki tilganginn með orkupakka númer þrjú.

Ef ekki er hægt að skýra markmiðin verður þjóðin að njóta vafans. 

Benedikt Halldórsson, 20.4.2019 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband