Guðmundur Andri og valdefling reiðinnar

Reiðin er vopn í stjórnmálum, það vita samfylkingarmenn upp á hár. Reiðinni var beitt miskunnarlaust af vinstrimönnum eftir hrun. Útgerðamenn, landsbyggðin, Sigmundur Davíð, Hanna Birna og nú síðast Sigríður Andersen urðu fyrir barðinu á skipulögðum reiðiköstum.

En nú finnst Guðmundi Andra þingmanni Samfylkingar nóg komið, Reiðiköstum í þágu valdeflingar pólitískra sjónarmiða verður að linna.

Guðmundur Andri fann á eigin skinni reiðikast samborgara. Samkvæmt greiningu þingmannsins hefst reiðin á netmiðlum og flýtur þaðan inn á daglegan vettvang, s.s. í stórmarkaði.

Ef tilgáta Guðmundar Andra er rétt ber þeir mesta ábyrgð sem stunda gífuryrði á netinu. Ekki þarf flókna textafræðirannsókn til að leiða í ljós að fáir komast þar með tærnar sem valinkunnir vinstrimenn eru með hælana - og er þá ekki átt við tjaldhæla. 


mbl.is Kallaði þingmann „Samfylkingardrullu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki það sama að gefa eða þiggja. 

Ragnhildur Kolka, 17.4.2019 kl. 16:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Voru einhver vitni. Eða er þetta bara íslenskur Smollett?

Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2019 kl. 22:56

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hvers konar maður vælir og volar þótt einhver skammi hann eins og hund? Hvað með það?

Sá sem skammaðist hefur sennilega farið mannavillt og ruglast á vælukjóanum í Bónus og Guðmund Andra rithöfundi sem elskar bardaga og illdeilur.

Benedikt Halldórsson, 18.4.2019 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband