Umsóknin, pakkinn og fiktið við fullveldið

ESB-umsókn Samfylkingar var sett í skúffu áramótin 2012/2013. Embættismenn héldu þó áfram að þvæla Íslandi í net ESB og þar leikur EES-samningurinn lykilhlutverk. Þriðji orkupakkinn er hluti af ferli skuggastjórnenda, bandalags embættismanna og peningamanna, sem telja forræði íslenskra mála betur komið í Brussel en Reykjavík. 

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki veit hvernig fjármálamenn hugsa. Embættismenn segja orkupakki og peningamenn heyra sæstrengur. Þórólfur varar við bandalaginu og kallar ,,fikt" við sæstreng hættuspil.

Embættismenn og fjárfestar leika sér að ístöðulitlum stjórnmálamönnum. Þórdís iðnaðarráðherra talar samfóísku þegar hún segir Ísland þurfa bjargráð frá Brussel. Ísland er ónýtt, sagði Samfylking, og vildi fullveldið feigt. Þórdís fetar sömu slóð.

Þeir sem börðust gegn ESB-umsókn Samfylkingar láta ekki skuggastjórnendur komast upp með að taka völdin og framfylgja stefnu ESB-sinna.

Ráðherrar og þingmenn sem selja fjöregg þjóðarinnar í hendur skuggastjórnenda verða krafðir reikingsskila gjörða sinna. Í stríðinu um fullveldið er hálfvelgja ekki samþykkt.

 

 

 

 


mbl.is Gagnrýnir þjóðarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Og meðan vindmylluriddarar berjast við orkupakkann er ríkasti maður Bretlands hægt og rólega að eignast allt Norðausturland. Hvenær setur hann girðingu á hringveginn og segir: "Þið eigið ekkert erindi um mitt land"? Perlur íslensku laxveiðiánna á hann orðið til að hann og góðvinir hans geti veitt í friði fyrir skrílnum. - Hægt er að setja upp girðingar skv. EES samningnum, en áhuginn er ekki fyrir hendi. Af hverju skyldi það nú vera?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 17.4.2019 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband