Miðvikudagur, 10. apríl 2019
Töpuð umræða, tapaður málstaður en samt haldið áfram
Þriðji orkupakkinn fær aðeins stuðning frá yfirlýstum ESB-sinnum annars vegar og hins vegar frá djúpríkinu og innvígðu valdafólki í stjórnarflokkunum. Allir aðrir sem taka afstöðu eru á móti innleiðingu orkustefnu ESB.
Bakland Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er í opinberri uppreisn gegn forystu flokkanna og þekktir félagar í Vinstri-grænum eru á móti.
Samt þjösnast ríkisstjórnin áfram með þriðja orkupakkann á alþingi.
Vegferð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er stórskrítin. Pólitískur stórskaði er fyrirsjáanlegur og almannahagur er fyrir borð borinn.
Allur ávinningur stjórnarmeirihlutans er í útlöndum og fáeinna auðmanna sem hugsa sér að fénýta almannagæði. Hvað er eiginlega á seyði í stjórnarráðinu?
Beiti synjunarvaldi gegn orkupakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nefnilega það; "yfirlýstum ESB-sinnum annars vegar og hins vegar frá djúpríkinu og innvígðu valdafólki í stjórnarflokkunum". - Gleymirðu ekki þeim sem hafa lesið álit sérfræðinga um málið, gagnstætt öllum hinum sem bara anda sannleikanum að sér?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.4.2019 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.