Þorsteinn, íslenskir neytendur og evrópskir

ESB-sinninn Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir í viðtengdri frétt: ,,þriðji orkupakk­inn snú­ist um neyt­enda­vernd fyr­ir al­menn­ing í orku­mál­um."

Íslenskir neytendur búa við orkuöryggi og lágt orkuverð. Evrópskir neytendur borga hátt verð fyrir raforku og eru víða í þeirri stöðu að búa við ótrygga afhendingu.

Þriðji orkupakkinn hækkar raforkuverð til íslenskra heimila en bætir hag þeirra evrópsku.

Þorsteinn og orkupakkasinnar tala máli evrópskra neytenda en ekki íslenskra.


mbl.is „Algjörlega óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dæmigert fyrir ruglið í umræðu Evrópusinna um "neytendavernd" þar sem hugtakið er ítrekað rangnotað með villandi hætti.

Eitthvað sem kann að vera "ódýrara" fyrir (einhverja) neytendur er ekki endilega til þess fallið að vernda (alla) neytendur.

Gott dæmi er umræðan um innflutning á hráu kjöti frá löndum þar sem bakteríur fjölónæmar fyrir sýklalyfjum eru landlægar í búfénaði. Slíkt kjöt kann að vera "ódýrara" en það er í sjálfu ekki skrýtið í ljósi þess að það er lakara að gæðum. Auk þess kann innflutningur þess til Íslands sem er að mestu ómengað af slíkum óværum, að vera beinlínis til þess fallinn að rýra lífsgæði neytenda á Íslandi með óafturkræfum hætti.

Svipaða er uppi á teningnum hér. Ef þingmaðurinn myndi klára sína hálfkveðnu vísu ætti hún með réttu að orðast svo: ...þriðji orkupakk­inn snú­ist um neyt­enda­vernd fyr­ir al­menn­ing í Evrópusambandinu í orku­mál­um.

Rangtúlkunin felst í báðum tilvikum í því að halda því fram að eitthvað sem kann hugsanlega að koma sér vel fyrir neytendur í Evrópusambandinu sé sjálfkrafa gott fyrir neytendur á Íslandi, án tillits til aðstæðna.

Og hvar hafa Evrópusinnar haldið sig í umræðunni um neytendavernd á fjármálamarkaði samkvæmt reglum EES, sem er dæmi um hið gagnstæða þar sem þær reglur kæmu sér raunverulega vel fyrir neytendur á Íslandi, ef bara væri eftir þeim farið? Jú, þeir hafa verið sjálfum sér mjög samkvæmir í að reyna sinkt og heilagt að láta þá umræðu snúast um óskylda hluti eins og nafn gjaldmiðils, en á sama tíma láta eiginlega vernd neytenda á íslenskum fjármálamarkaði lönd og leið og jafnvel gera hana að engu.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2019 kl. 15:59

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nákvæmlega rétt Guðmundur......

.....þriðji orkupakk­inn snýst eingöngu um neyt­enda­vernd fyr­ir al­menn­ing í Evrópusambandinu í orku­mál­um.

Júdas sveik fyrir silfur-klink.

Þorsteinn er á sömu vegferð fyrir EURO-klink

Benedikt V. Warén, 9.4.2019 kl. 17:16

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef Þorsteini er umhugað um íslenska neytendur, ætti hann að fagna milliliðalausu sambandi við neytendur með þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Benedikt Halldórsson, 9.4.2019 kl. 21:54

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteini Víglundssyni ESB-manni er jafnmikið í nöp við þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli eins og í Icesave-málinu. Hann treystir fremur einum kommissara í Brussel en íslenzku þjóðinni.

Jón Valur Jensson, 9.4.2019 kl. 23:30

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Er þá líka tímabært að byrja að búa okkur undir að fylgja alþjóðlegum hefðum hvað varðar refsingar föðurlandssvikara? Spyr sá sem ekki veit.

Jónatan Karlsson, 10.4.2019 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband