Laugardagur, 30. mars 2019
Logi, ríkisvaldið og WOW
Logi Einarsson formaður Samfylkingar segir að ríkið hafi brugðist rangt við gjaldþroti WOW. Ýmsir vinstri höggva í sama knérunn; ríkið átti að redda málunum.
Ríkið stóð frammi fyrir tveim kostum þegar spurðist af rekstarvandræðum WOW fyrir sex mánuðum. Í fyrsta lagi að grípa í taumana og dæla peningum, beint eða óbeint, í ósjálfbæran rekstur. Í öðru lagi að leyfa hlutum að þróast eftir aðstæðum á markaði. Góðu heilli tók ríkið seinni kostinn.
Ríkisvaldið á ekkert erindi i grjótharðan alþjóðlegan samkeppnisrekstur í flugi. Botnlaus vanþekking Loga og vinstrimanna á atvinnulífinu leiðir þá til þeirrar niðurstöðu að ríkið eigi að eigi að halda gangandi taprekstri einkaaðila.
Logi og félagar halda að ríkisvaldið tryggi lífskjör. En þannig gera kaupin ekki á eyrinni. Nema kannski í Sovétríkjunum sálugu eða Venesúela samtímans. En það eru ekki lífskjör mönnum bjóðandi.
Of mikill mótvindur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi maður hefur engan skilning á rekstri. Ég veit ekki hvað hann er að gera á þingi annað en að þvælast fyrir og gaspra um hluti sem hann hefur ekkert vit á.
Eggert Guðmundsson, 30.3.2019 kl. 16:03
Samkvæmt skoðanakönnunum eykst fylgi Samfylkingar - meðan Logi heldur kjafti. Þegar hann tjáir sig, minnkar fylgið aftur.
Gunnar Heiðarsson, 30.3.2019 kl. 20:33
Truman sagði þegar McArthur bauð sig fram gegn honum. Látið hann bara tala og tala.Er það ekki eins með Loga Gunnar?
Halldór Jónsson, 31.3.2019 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.