Fimmtudagur, 21. mars 2019
Þingmenn ofsækja lögregluna
Þingmenn Pírata og Samfylkingar nota vald sitt yfir nefndum alþingis til að ofsækja lögreglumenn sem sinna skyldum sínum.
Ofsóknirnar birtast í því að lögreglumenn eru kallaðir á teppið af þingmönnum sem unnu eið að stjórnarskrá lýðveldisins en starfa í þágu útlendra hagsmuna.
Þingmenn sem grafa undan lögum og rétti í landinu eiga ekki heima á málstofu þjóðarinnar.
Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lögreglan beitti óþarfa valdi og sprautaði gasi í augu fólks. Virðingarleysi Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar í hjali sínu um aðgerðir lögreglu valda mér miklu meiri áhyggjum en flóttamenn sem biðja um betri aðbúnað. Ákæra þín á hendur fólks um að starfa í þágu útlendra hagsmuna er refsivert. Þú ert að gefa í skyn að fólk sé föðurlandssvikarar. Finnst þér ástæða til þess, þegar þú ert að verja illa yfirvegaðar löggur sem sprauta gasi í andlit fólks á hálfs metra færi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2019 kl. 11:12
Tek heilshugar undir þessi orð þín Páll, og þessir þingmenn eru Alþingi til skammar eins og svo oft áður
Jón Thorberg Friðþjófsson, 21.3.2019 kl. 12:43
Sammála Jóni Thorberg og mjög ósammála Vilhjálmi. Þewtta hyski réðist á lögreglu vsem varð að grípa til ráðstafana.
Halldór Jónsson, 21.3.2019 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.