Verkó vill verkföll og hasar - ekki samninga

Samningar við Landssamband verslunarmanna voru komnir á lokastig. Þá gerist það að VR kippir tilbaka umboði sem Guðbrandur Einarsson formaður hafði. Guðbrandur segir

 „Við sem þarna sát­um við borðið vor­um orðin nokkuð full­viss um það að það sem lagt hafði verið fram gæti orðið fínn grund­völl­ur und­ir kjara­samn­ing fyr­ir versl­un­ar­menn. En því miður var þetta stoppað og þá sé ég eng­an ástæðu til að sitja leng­ur.“

Spurður al­mennt um stöðuna í kjaraviðræðum þar sem hefðbundn­um leik­regl­um virðist í ýms­um til­fell­um hafa verið varpað út um glugg­ann seg­ir Guðbrand­ur að hann sé far­inn að hall­ast að því að átök séu frem­ur mark­miðið en gerð kjara­samn­inga. 

Þarf frekari vitnanna við? Verkó vill hasar og átök en hefur engan áhuga á samningum. Gul vesti og læti er boðorð dagsins.


mbl.is „Það var ekki langt í land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Efling var yfirtekinn af marxistum með bolabrögðum, í andstöðu við pólitískar skoðanir fólks, í andstöðu við hörmulega reynslu - sömu aðferða og þau beita og boða. Marxistarnir í Eflingu segja ekki pólverjum satt, hvorki um vítahring verðhækkunarskriðu á Íslandi, né að þau séu marxistar. Af hverju kynna þau ekki sig sem marxista sem langar að gera byltingu. Þau vita að þá munu pólverjar snúa baki við þeim. 

Þarf að gera skrfiborðsstólabyltingu og rúlla marxistunum út úr húsi Eflingar áður en þúsundir pólverja missa vinnunna? Það verður hrun í ferðabransanum. Túristar munu afbóka.

Það sem er svo dæmigert fyrir misþroska marxista, er að það er engin leið að fá þá til að skilja sjónarmið annarra. Valdalausir marxistar og valdalausir nasistar eiga það sameiginlegt að hlusta ekki. En eftir sem völd egóistanna aukast, því meiri verða hörmungarnar. 

http://samningar.efling.is/pl/informacja/informacje-o-strajku-dla-hoteli-piatek-22-marca/?fbclid=IwAR0Gzs2WRlr1hbLf3jmpsMdRdXpSLH8WrksECTnJCwUNWdSxPSBkkjJ0tuM

Benedikt Halldórsson, 20.3.2019 kl. 17:27

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef Jésú bróðir besti
birtist á Austurvelli
hann væri í gulu vesti
og vildi semja í hvelli

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2019 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband