Róbert dæmir fyrir Villa vin; Evrópa talar

Róbert Spanó er höfundur meirihlutaálits Mannréttindadómstólsins í Evrópu (MDE) um að landsréttur sé ranglega skipaður. Róbert og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, sá sem kærði til MDE, eru æskuvinir.

Til að gera málið enn fáránlegra er einn dómara landsréttar, sem gæti misst vinnuna, faðir Vilhjálms H. og alnafni.

Íslenskt réttarfarslegt innherjasvindl í bland við skyldleikaræktun er veruleikinn. Í munni samfylkingarpírata heitir það að ,,Evrópa hefur talað".

 


mbl.is Ekki allir sammála um afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo er stóra spurningin; er þörf fyrir þrjú dómstig í þjóðfélagi sem telur einungis þriðjung af milljón íbúum? Hefði ekki eins mátt efla hin tvö sem fyrir voru?

Í svo smáu þjóðfélagi sem hér er, verður erfitt að komast framhjá einhverjum ættartengslum, tengslum við stjórnmál eða tengslum við atvinnulífið. Sennilega erfitt að finna einn dómara af þeim 43 fastráðnu við þessi þrjú dómskerfi okkar, sem ekki hefur einhver slík tengsl.

Hitt liggur þó ljóst fyrir að þrír af fimm dómurum Mannréttindadómstólsins víkja lögum til hliðar í sínum dómi og það er skuggalegt. Sorglegast er þó að sá sem hafði úrslitaatkvæðið, sennilega sá sami og stóð stafni fyrir þeirri lögleysu, er Íslendingur. Það lætur hann pólitík ráða för, í stað laga.

Sigurvissa VHV í málinu, strax frá upphafi, skýrist af vinatengslum við íslenska fulltrúann í MDE, þurfti því einungis að trtyggja tvo dómara til viðbótar. Slíka tryggingu má fá með ýmsum hætti.

Gunnar Heiðarsson, 15.3.2019 kl. 07:25

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

"Evrópa hefur talað", og Evrópa hefur áreiðanlega heyrt um vanhæfi.  Þessi dómur er ómerkur og að engu hafandi sökum bullandi vanhæfis.   

Bjarni Jónsson, 15.3.2019 kl. 10:26

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef rétt er að Róbert Spanó hafi setið í dómi MDE hlýtur að vera ljóst að dómurinn er ólöglegur og ég tala nú ekki um sé téður Róbert æsku vinur Vilhjálms H. sem sótti málið til MDE og er þá um hagsmunaárekstur að ræða. Vinargreiði?

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2019 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband