Réttur leikur Bjarna Ben.

Tímabundin ráðstöfun ráðuneytis dómsmála er skynsamleg niðurstaða Bjarna Ben. í kjölfar þess að Sigríður Á. steig tímabundið til hliðar.

Þegar pólitískur hávaði hjaðnar og landsréttarmálið fær faglegri umræðu er hægt að endurskoða þessa ákvörðun.

Sigríður Á. mun fá fullan sigur í málinu af einfaldri ástæðu. Ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í landsréttarmálinu stendur óraskaður skapast stórkostleg réttaróvissa um alla álfuna. Kröfur dómstólsins um málsmeðferð við skipan dómara taka ekki mið af hnökrum sem óhjákvæmilegir eru í stjórnsýslu ríkja.


mbl.is Þórdís tekur við dómsmálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er engin gildistími á forsetaúrskurðum um skiptingu starfa ráðherra. Þess vegna er rangt að kalla þetta tímabundna ráðstöfun. Vissulega er hægt að taka nýja ákvörðun síðar, en það yrði þá sjálfstæð ákvörðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2019 kl. 16:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ojæja þá tímalaust, viltu ekki fabólera um það Guðmundur.þótt orðið þjóð hrelli  viðkvæma lund ykkar,ætla ég að segja þér að íslenska þjóðin er búin að fá svo mikið meira en nóg af ykkur.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2019 kl. 18:34

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga Kristjánsdóttir.

Hvaða "ykkur" ertu að tala um sem orðið "þjóð" á að hrella samkvæmt þínu mati sem sjálfskipaður talsmaður "íslensku þjóðarinnar"?

Sjálfur kann ég bara ágætlega við orðið "þjóð" þakka þér fyrir.

Aftur á móti hef ég talsvert óþol fyrir rangfærslum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2019 kl. 19:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þurfti ég nú endilega að koma hér við hér,en ég ætlaði að segja merkilega hluti þegar sonur minn birtist þá hætti ég bara þar sem ég var var stödd.-- Skoða þetta seinna,já ykkur; Pírata í kaupavinnu hjá heimsyfirráðasinnum; e ha ertu óþolandi.   

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2019 kl. 21:37

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

stórkostleg réttaróvissa um alla álfuna? Er almennt í Evrópu að ráðherrar sjálfir skipi dómara eða leggi fyrir þing tillögur þvert á álit ráðgefandi valnemdar? Og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar sérfræðinga og stjórmálamanna? Hef ekki séð en neitt land nefnt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2019 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband