Sunnudagur, 10. mars 2019
Vísindi, veruleiki og RÚV
Hlýskeið á tíma Rómarveldis varði frá um 300 f. Kr. til 400 e. Kr. Miðaldahlýskeið stóð yfir frá um 900 til 1300. Tímabilið þar á eftir er kallað litla-ísöld og varir til um 1900.
Þetta eru viðurkenndar staðreyndir, jafnvel af þeim sem trúa á manngert veðurfar. Túlkun á þessum staðreyndum er viðfangsefni í vísindum.
En nú kemur RÚV með þáttaröð sem segir að ,, efasemdaraddir sem heyrst hafa um áhrif mannfólksins á hlýnun jarðar eigi ekki veið nein rök að styðjast."
Judith Curry er viðurkenndur vísindamaður á sviði loftslagsfræða. Hún heldur úti vefsíðu um málaflokkinn. Í viðtali segir Curry að umræðan um loftslagsmál sé hápólitísk.
Ef maður samþykkir ekki afstöðu Sameinuðu þjóðanna um manngerða hlýnun, ef maður sýnir minnstu efasemdir þá er maður kallaður afneitari loftslagsbreytinga, skósveinn Donald Trump, hálf-fasisti sem verði að banna frá vísindasamfélaginu.
En RÚV, sem sagt, veit betur. Það eru yfirveguð vísindi án nokkurra pólitískra sjónarmiða sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að við búum við manngert veðurfar.
Ef snillingarnir á RÚV vita hvernig í pottinn er búið þá hljóta þeir að segja okkar svarið við milljón króna spurningunni: hvert er kjörhitastig jarðarinnar?
Athugasemdir
Það eru líklega langflestir þjóðarleiðtogar sammála um það, að kjarnorkuvæðing Norður-Kóreu sé stórhættuleg og leita þurfi allra leiða til að stöðva hana.
En einhverjir örfáir eru ekki sammála þessu.
Ætti þá niðurstaðan að vera sú, að vegna hinna fáu efasemdaradda sé ástæðulaust og raunar út í hött að gera neitt í málinu?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.3.2019 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.