Mánudagur, 4. mars 2019
Hatari og íslenskt sjálfsháð
BDSM er ein útgáfa jaðarkynlífs. Íslendingar völdu BDSM-sveit á evrópska hinseginhátíð vel vitandi að Samtökin 78 klofnuðu þegar BDSM-fólki var veitt innganga.
Kosning Hatara var júróvisjón afbrigði af Gnarr-sigrinum í borgarstjórnarkosningunum strax eftir hrun.
Hatarar gulltryggðu sigur í RÚV-keppninni með rugl-orðræðu um alþjóðamál. Ísland sótti fyrir hrun um sæti í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, þar sem stórveldi sitja, og eftir hrun stóð til að breyta Evrópusambandinu innan frá.
Þegar stjórnvöld eru kexrugluð hlýtur almenningur að leyfa sér smávegis sérvisku.
Ísraelar óttast Hatara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BDSM er ekki tónlistarstefna.
Hatari er iðnaðarteknó-sveit.
Búningarnir eru leikmunir.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2019 kl. 13:33
Hatarar eru ofmetnir á Íslandi. Menn keppast við að túlka snilldina fyrir venjulegu fólki! "Heimsbyggðin" lætur sér þó fátt um finnast um eins og fyrri daginn. Samkvæmt eurovisionworld.com er laginu spáð fjórða sæti - en það stemmir ekki við afar lélega dóma (ratings), aðeins þrjár stjörnur af fimm, og nánast ekkert áhorf á youtube. Lagið í þrítugasta sæti fær betri dóma sem þýðir....
Fyrir utan örfáa góða dóma....
Benedikt Halldórsson, 4.3.2019 kl. 14:17
Skiptar skoðanir um atriðið eru auðvitað samkvæmt áætlun.
Þið hin eruð svo kappsöm að framkvæma þá áætlun að útlit er fyrir að framgangur hennar verði fyrirhafnarlítill fyrir Hatara sjálfan.
Hatrið gæti jafnvel sigrað áður en keppnin hefst í Tel Aviv.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2019 kl. 14:32
Mér persónulega er slétt sama hvaða lið menn senda á árshátíð samkynhneigðra & klæðskiftinga í Ísrael.
Það er jákvætt ef fólk hefur valið fyndnasta gengið. Og það er mjög fyndið að senda BDSM nazista til Ísrael. Og það er allt löðrandí í íróníu við að conservative júðinn leyfi það, á meðan frjálslyndi íslendingurinn ætlar sér að lobbýa fyrir Hamas, sem myndu henda öllum þessum hommum fram af húsþaki.
Ég er svona ][ langt frá að nenna að horfa á þetta show til að sjá þessa ketti verða sér til skammar. Það myndi bjarga vikunni.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2019 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.