Þriðjudagur, 12. febrúar 2019
Trump-sjálfsmark RÚV
Trump-andófið á RÚV skoraði sjálfsmark í aðalfréttatíma. Fyrirsögnin var ,,Metfjöldi gegn Trump" og átti að keyra heim þau pólitísku skilaboð að enginn Bandaríkjaforseti væri jafn óvinsæll og Trump.
Hængurinn er sá að eftir því sem fleiri demókratar bjóða sig fram ,,gegn Trump" styrkist staða sitjandi forseta. Bæði er að andstaðan dreifist en einnig hitt að þegar frambjóðendur eru ,,gegn Trump" en ekki fyrir málstað spilar það upp í hendurnar á forsetanum. Trump er fulltrúi bandarísku þjóðarinnar.
Ef demókratar þægju kosningaráðgjöf RÚV byðu þeir fram gegn bandarísku þjóðinni. Þeir eru miklir snillingar þarna á Efstaleiti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.